Kannski maður prófi þennan?

Jæja, kannski maður prófi þennan í eins og eina viku eða svo, og sjái hvort þetta virkar.

Eða taka bara þrjá daga í einu...stikkprufu.


Gallinn er, að mér finnast bakaðar baunir ekki mjög góðar...a.m.k. einar sér. Hvers vegna var hér ekki um "bakaða pizzu" að ræða. Tvær svoleiðis á dag hefði verið solid megrunarkúr.


En ok, ég er nú aðallega að velta fyrir mér næringargildi þessa kúrs. Fær hann öll næringarefni sem hann þarf, þessi breski smiður?


Annars hef ég litla trú á megrunarkúrum...betra að taka bara lítil skref og fá varanlegt þyngdartap þegar til langs tíma er litið.


mbl.is Óvenjulegur megrunarkúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Bakaðar baunir eru einmitt best geymda leyndarmál matvöruverslana, og tilvalin leið til að grennast.

Baunirnar eru mjög mettandi, og í 100gr skammti eru rétt um 100 kalóríur.

Þá eru bakaðar baunir mjög ódýrar, og einfalt að njóta þeirra: ekki þarf að saxa, skola, blanda eða grilla neitt.

Flestir verða mjög vel mettir af 2-3 brauðsneiðum með bökuðum baunum á, en eru varla að innbyrða meira en 200-300 kaloríur (og mest úr brauðinu!) sem verður að teljast mjög gott fyrir svona seðjandi máltíð. Þannig mætti -þó það sé ekstrím- jafnvel sleppa undir 1000 kalóríum yfir daginn, með því að borða bara baunirnar -og aldrei finna til hungurs.

Svo eru bakaðar baunir líka góðar, og erlendis er hægt að fá baunirnar bakaðar með ýmsum tilbrigðum, s.s. BBQ bragði, hunangsbragði, laukbragði og beikon-keim, án þess að það bæti nokkru af ráði við orkuinnihaldið.

Það eina sem vantar í bökuðu baunirnar er næringargildið, þar sem sáralítið er af vítamínum og steinefnum í innihaldi dósarinnar. En skammtur af ávöxtum ætti að geta kippt því í liðinn.

Og þá er bara að vona að það grípi ekki um sig bakað-baunaæði á Íslandi, því þá væru verslanir á íslandi líklegar til að færa baunirnar yfir í heilsurekkann og skrúfa verðið upp tífalt.

Promotor Fidei, 26.9.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband