Ahmadinejad í Columbia -- dónó eða ekki dónó?

OK, Kanarnir voru dónalegir. Um það er varla hægt að deila.


En átti þessi rugludallur eitthvað betra skilið? Átti þetta að koma honum á óvart? Ef hann hefur komið þarna í Columbia og haldið að hann fengi höfðinglegar móttökur er hann gjörsamlega veruleikafirrtur.



En hins vegar á þjóðhöfðingi -- jafnvel rugludallur eins og þessi -- ákveðna virðingu skylda, þegar hann kemur fram í krafti embættis síns. En það er einmitt málið. Hann átti aldrei að fá heimboð í Columbia. En á hinn bóginn er kannski ágætt fyrir skólastjórnendur og nemendur að fá séns til að fá útrás fyrir andúð sína á þessum manni og því helsta sem hann stendur fyrir, svo ekki sé minnst á sumt af því sem hann á að hafa sagt þarna.


Ég hef megnustu óbeit á því, sem þessi maður stendur fyrir. Ég myndi eiga í miklum erfiðleikum með, að sýna lágmarks kurteisi, myndi ég fá hann heim til mín í kaffi. En ég myndi aldrei bjóða honum --- over my dead body.


Frekar myndi ég bjóða a-liði Spurs og Teddy Sheringham í heimsókn en honum.
mbl.is Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er röng stardegía  hjá þér Snorri. Ef þú veist ekki hvað andstæðingur þinn hugsar, þá er erfitt að gera ráðstafinir fyrir hans næsta leik. Láttu andstæðinginn afhjúpa sig, þá er eftirleikurinn auðveldur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 04:09

2 Smámynd: Snorri Bergz

EKki rétt GTHG. Ahm. hefur varla þagnað svo mánuðum skiptir. Það vita allir hvað hann hugsar.

Snorri Bergz, 25.9.2007 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband