Burtu með stjórnina í Myanmar

Jæja, þá er Bush vaknaður.  Nú þarf hann að bretta upp ermarnar og hnykkla hervöðvana. Spurning að láta herinn æfa sig fyrir árásina á Íran með því að dúndra aðeins á valin skotmörk í Myanmar?


En eins og í Íran hafa úlfar komist til valda yfir hjörðinni. Þó stjórnin í Myanmar sé ekki jafn slæm og sú í Íran, hvorki í mínum huga né flestra annarra þenkjandi manna út frá sjónarhóli vestræns gildismats, þá er hún nógu slæm.


Myanmar er afburða fallegt land. Þar gæti orðið til "nýtt Thailand", æðislegur staður fyrir ferðamenn til að heimsækja. En með þessa kumpána í brúnni er líklegt, að fólk hugsi sig um tvisvar.


En vonandi verða aðgerðir Vesturlanda til að hjálpa til við að koma þessum rumpöldum frá völdum. Farið hefur fé betra.


mbl.is Bush herðir refsiaðgerðir gegn yfirvöldum í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Vel valin orð... Við dæmum araba á okkar mælikvarða meðan þeir mæla okkur á þeirra og útkoman er kaos! Leyfum aröbum að berjast fyrir sínu, og leyfum heiminum að berjast með.. ekki að berjast á móti því sem þeir berjast fyrir! 

Þetta minnir á þegar Norðmenn völdu að breyta trú Íslendinga... hvað gerðist? Það voru blóðugar árásir hér og þar um land allt... nú er heimurinn annar og við verðum að virða hvernig þjóðir þróast, þótt OKKUR þyki það gamaldags. Tíminn breytist og maðurinn með.... Ekki reyna að breyta kynslóð... heldur framtíð kynslóðarinnar = langímtamarkmið (því miður) 

ViceRoy, 25.9.2007 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband