Abbas fagnar 11. september

Jæja, Palestínumenn, bæði Fatah og Hamas, hafa fagnað 11. september hin síðari ár, en sá dagur markar "upphafið að sigrinum á Bandaríkjunum", eins og það er víst orðað.


Og víða um hinn íslamska heim er þessi dagur haldinn hátíðlegur, jafnvel í þeim löndum, sem eiga að vera "vinveitt" Bandaríkjunum og í bandalagi við þau. En meðan Bandaríkin kosta heimastjórn Palestínumanna í Ramallah, halda háskólar Palestínumanna áfram að kynda undir áróður gegn og hatur á Bandaríkjunum.


Og í málgagni Abbasar birtist skopmynd, sem var sérstaklega gerð af þessu tilefni og fyrir málgagnið. Greinilegt að Bandaríkjamenn þurfa að fara að athuga sinn gang, úr því blað, sem stjórnað er frá skrifstofu Abbasar, forseta heimastjórnarinnar, fagnar 11. september og "sigri" Osama bin Laden, bæði grafískt og í orðum.

BinLadenVictoryOverWTC-AlHayat-12-9-2007

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband