Draugar afgreiða tóbak

"Heiðbjört, sem ekki hefur sótt um undanþágu til heilbrigðiseftirlitsins, telur að í mörgum verslunum í Reykjavík selji unglingar undir 18 ára aldri tóbak. Blaðið greindi frá því fyrir helgi að í verslun Krónunnar á Reyðarfirði afgreiddu 1416 ára unglingar tóbak."


Þetta hljóta að vera elstu unglingar í heimi og jafnvel þeir mestu dauðu. En jæja, er ekki bara ágætt að láta bara Ingólf Arnarson afgreiða tóbak í sjoppum?


En án alls gríns; þetta er orðið rugl. Ég tek undir með sjoppueigandanum. En þessu má þó redda með því, að hinn fullorðni viðskiptavinur afgreiði sig sjálfur,þegar kemur að tóbaki. Ég hef séð, þegar svona stendur á, að unglingurinn opnar skúffuna og kúnninn teygir sig yfir og sækir eitrið sitt sjálfur.


mbl.is Engar undanþágur á afgreiðslu tóbaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já. Fólk sýnir skilríki áður, sé einhver vafi á. Og síðan, þegar aldur viðkomandi hefur verið staðfestur, getur hann gengið í "hilluna", sem starfsmaður opnar þá, en þarf aldrei að snerta hinn ógurlega varning.


Annars verður einfaldlega að selja þetta bara í sérstökum búðum, þar sem fullorðið starfsfólk er fyrirliggjandi.

Snorri Bergz, 23.8.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jamm. Svo er líka annað. Sá solid system í L'ux um daginn á veitingastað. Þar var sígarettusjálfsali,en hann virkaði ekki nema starfsfólkið afhenti kaupanda "aldurspening", sem mér skilst að menn setji fyrst í sjálfsalann og síðan andvirðið. Þannig er tryggt, að staffið þurfti ekki að afgreiða þetta og hitt, að eins nógu gamlir myndu geta keypt. Snilld.

Snorri Bergz, 23.8.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband