Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Kjúklingarnir svara fyrir sig
Jæja, kjúklingarnir svara fyrir sig. Ég hef mikið álit á Bendtner og hef haft síðan ég sá hann spila með "unglingaliði" Arsenal í League Cup fyrir 1.5. ári c.a. Hann er rúmlega 1,90 og stórhættulegur í loftinu, en er engu að síður snöggur og flinkur. Hann er svona uppfærð útgáfa af Peter Crouch - eins og sá ágæti drengur hefði átt að vera! (Ok, nú fara Liverpool-aðdáendur all in á mig!)
Og Eduardo er byrjaður að skora. Hann skoraði 54 mörk á síðustu leiktíð, að vísu fyrir Dinamo Zabreb og króatíska landsliðið. Og þessi ungi maður skoraði fyrsta Evrópumarkið á hinum glæsilega leikvelli Arsenal.
Og sérstaklega gaman að vinna Lazio. Ef ég man rétt var það skylda fyrir Arsenal-aðdáendur að vera alvarlega í nöp við Lazio vegna atvika sem áttu sér stað í Evrópukeppninni á síðustu öld, kannski 1957, ég man það ekki alveg. Eða 1977, who cares. En þar sýndi Lazio af slík óheilindi, að það mun aldrei gleymast. Fyrir mér er sigur á Lazio næstum því eins og að sigra Spurs, eða KR.
En nú skorar Bendtner 20 í vetur og hlær að þeim, sem hafa verið að segja að Arsenal sé búið eftir að Henry og Reyes eru farnir (muppet á www.soccernet.com!) En ég held reyndar að Arsenal verði betra þetta ár, þrátt fyrir að fleiri lið séu góð núna en jafnan áður vegna erlendra milljarðamæringa (West Ham, Liverpool, Man City, og jafnvel Newcastle), því nú getur liðið farið að spila sem lið, en ekki sem aðstoðarhópur Henrys.
Áfram Arsenal
Arsenal lagði Lazio | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég held að Arsenal eigi eftir að verða enn betri eftir að Henry fór og þessi Bendtner á bara eftir að blómstra.
Áfram Arsenal!
Jónas (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 21:08
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.8.2007 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.