Simpsons myndin: of mikil vitleysa?

vlcsnap-3069425Jæja, ég horfði nú á Simpsons myndina í gær. Jújú, það mátti svosem hafa gaman af þessu, en handritið var eiginlega of mikil vitleysa fyrir minn smekk...og aðeins of mikill pólítískur áróður.


Sá líka 400. þátt Simpsons með íslensku tali. Úff, steypa. Hvaða Baugsmiðlabull var þetta? Hver þýddi þetta eiginlega? Hafa ber í huga, að Baugur á meira eða minna þá fjölmiðlasteypu, sem sýnir þáttinn, svo það var eiginlega óeðlilegt að fjallað væri um fyrirtækið í hinni íslensku Simpsons. Þar að auki var þessi þáttur með versta móti.


mbl.is Simpsons fjölskyldan vinsæl hjá kvikmyndahúsagestum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki séð myndina ennþá, en í ljósi þess hversu mikið grín er gert af Fox sjónvarpsstöðinni í Simpsons, sem sýnir Simpsons þættina, þá fannst mér það alveg eðlilegt að það væri íslenskað yfir á Baugsmiðlana. Það var eitthvað furðulegt að heyra Simpsons á íslensku, en hefði getað verið verra, mun verra.

Skúli (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Sigurjón

Ég hef ekki heldur enn séð myndina, en það kemur að því.  Ég er hins vegar alveg sammála um 400. þáttinn.  Hann var lélegur.

Sigurjón, 30.7.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband