Fyrstu mótmæli Shaving Iceland yfirstaðin!

Hinn frækni stofnfundur Shaving Iceland fór fram í gær, eins og alþjóð veit ekki. Dagskráin riðlaðist reyndar aðeins, því Össur var hvergi sjáanlegur.


En jæja, við fundum þá bara þrjá vel skeggjaða karla, plagaða af bringuhárum og annarri óáran. Þeir voru snoðaðir á staðnum og fengu þar að auki að prófa vaxmeðferð á bringuna.


Þeir voru svo ánægðir með útkomuna, að þeir ákváðu að mótmæla skeggvexti með því að sýna gestum og gangandi árangurinn.


Að vísu hefðu þeir átt að sleppa föllernum, því þetta fór eitthvað út í öfgar.


En fyrstu mótmæli Shaving Iceland samtakanna eru þó amk yfirstaðin.


mbl.is Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband