Shaving Iceland

jonsigStofnfundur Shaving Iceland verður haldinn á Austurvelli í kvöld kl. 20:00. Skorað er á alla á, sem vilja mótmæla þeirri sjónmegnun, sem jafnan er til staðar af illa skeggjuðu fólki, að mæta á staðinn.

Dagskrá:

1. Össur Skarphéðinsson rakaður, með góðu eða illu. Menn með Amish skegg eiga aðeins heima í Pennsylvaníu.
2. Sjálfboðaliðar munu hlekkja sig við 10-11 í Austurstræti og heimta, að búðin setji rakvélar á áberandi staði.
3. Stjórn kosin.
4. Össuri skilað heim til sín.
5. Siguður Kári Kristjánssn þm. mun halda fyrirlestur um  vaxmeðferðir gegn andlitshári karla.
6. Venjuleg stofnfundarstörf.

 

Með kveðju

undirbúningsnefndin.
http://www.shavingiceland.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þú færð A+ fyrir þessa færslu.

Benedikt Halldórsson, 26.7.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband