Einlífi presta

vlcsnap-134104Nú hlýtur að koma upp einu sinni enn spurningin um einlífi kaþólskra presta. Í fyrsta lagi virðist kirkjan eiga í smá erfiðleikum með, að réttlæta þær reglur sínar guðfræðilega. Var ekki Pétur postuli giftur?

Og þetta virðist leiða til þess, að prestar reyna að fá útrás fyrir óuppfylltar þarfir sínar með vafasömum hætti.

 


mbl.is Erkibiskup biður fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mig minnir að Kaþólska kirkjan hafi sett þessar reglur á 13. öld. ástæðan var að feður voru farnir að arfleiða syni sína prests embættunum. Einlífi presta hefur ekkert með guðfræði að gera heldur var þetta leið til þess að minnka spillingu innan prestastéttarinnar. Allavega að hluta til. fyrir biskupa og páfa þá var úthlutun feitra embætta hjá kirkjunni góð leið á miðöldum til þess að eignast bandamenn. 

Fannar frá Rifi, 16.7.2007 kl. 11:15

2 identicon

Sæll, gat ekki sett inn athugasemd við fyrri færslu þína um kvikmyndastjörnu.  Set hana því hér.  Giska á JGV

Tómas Veigar Sigurðarson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Sigurjón

Þetta með einlífið er engin afsökun.  Nú hef ég valið mér einlífi og verið einhleypur í 30 ár og ekki er ég barnaníðingur.  Þetta eru bara afbrigðilegir menn sem eiga hér í hlut.

Sigurjón, 17.7.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband