Eru menn gengnir af göflurunum?

Ok, göflunum.

Í fyrsta lagi, þá er þetta hundsmorð andstyggilegt og vona ég að hinir seku verði gripnir, ákærðir og fundnir sekir, og lokaðir inni lengi. Síðan mæli ég með, að höfðað verði skaðabótamál á hendur þeim í Bretlandi.

Í öðru lagi; hvaða fávitar hóta mönnum morði með þessum hætti? Ég meina, sek mannsins, sem fyrir þessu hefur orðið, er ekki einu sinni sönnuð. Og hann segist ekki hafa verið í bænum þegar þetta gerðist. Hvað er fólk að spá? Svona lið á að loka inni með þessum hundamorðingjum.

Í þriðja lagi.  Þá fatta ég samt ekki, hvaða fjöldasamkomur þetta voru vegna Lúkasar. Mér sýnist þær hafa aðeins orðið til þess, að æsa veikgeðja fólk upp til að senda morð-SMS á aðila, sem ekki hefur sannast að hafi tekið þátt í þessum verknaði. En annars veit ég auðvitað ekki hvort samhengi er þar á milli, en það kæmi mér ekkert á óvart.


mbl.is Morðhótunum rignir yfir ungan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Snorri.  Fólki dettur ýmislegt í hug þegar það er í einhverskonar geðshræringu.  Ill meðferð á dýrum er alltof algeng.  Það þarf nú dálítið hugmyndflug til þess að drepa hund með þessum hætti. 

Ég hef líka heyrt sögur af því að mótorhjólamenn (á krossurum) geri sér það að leik að keyra á kindur og lömb í Vaðlaheiðinni viljandi og reyna að drepa þær og nokkur lömb hafi fundist nú síðustu dagana dauð (hryggbrotin) eftir þá.

Þetta er sjúkt fólk.

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sammála. Það er eitthvað meira en lítið skuggalegt að gerast hérna. Bæði það að nokkur manneskja fari svona með dýr og svo líka þessi ofsafengnu viðbrögð sem hér virðast vera að verða reglan fremur en undantekningin.

Ingi Geir Hreinsson, 29.6.2007 kl. 14:07

3 identicon

Rétt skal vera rétt!

Mig langar til að benda á sannleikann í Vaðlaheiðar málinu sem þú nefnir, bein slóð á sannleikann er hér KKA.

Kv Hörður

Hörður (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Franski heimspekingurinn og vísindamaðurinn René Decartes negldi upp hunda á planka og skar úr þeim innyflin lifandi í kennslustundum til að sýna læknanemum "gangverk líkamans" í action. Vælið í þeim útskýrði hann með því að vélar sem biluðu hefðu tilhneigingu til að ískra.

Vilhelmina af Ugglas, 29.6.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband