Hætta í íbúðahverfi

Fram_logo100Jæja, þá er verið að flytja úr Grænuhlíðinni, af næstum því horninu á Stigahlíð. Þetta er góður staður að búa á, eða hefur verið. En nú er best að forða sér, áður en fasteignaverðið þarna í hverfinu fellur enn frekar.

Ástæðan er einföld. Löggilt Liverpool-verslun hefur verið í Suðurveri nú í nokkurn tíma og frá þeim tíma hefur fasteignaverð hrapað.

Ég meina, hvernig stendur á því að borgin leyfir svona starfsemi að vera í íbúðahverfi? Hvað með börnin í hverfinu? Þau er í stórhættu að smitast af rauðu Liverpool-pestinni og stórskemma framtíðarmöguleika sína í lífinu. Af hverju var ekki haldin grenndarkynning, áður en starfsemi þessi fékk heimild til að setja sig þarna niður?

En það er vísast orðið of seint núna, svo ég sé mér ekki annað fært en að flytja, áður en hverfið verður algjörlega ofurselt veirunni!

Og til að vera alveg viss um allt smit, þá færi ég mig fjær KR heimilinu og nær hinum nýju höfuðstöðvum FRAM þarna uppi í sveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þér yfirsést Snorri að nærri allir strákarnir í hverfinu þar sem þú býrð og ég bjó sem barn og unglingur fram að tvítugu,klæddust rauðu og æfðu og spiluðu með Val. Þú verður að færa þig norður yfir Miklubraut og austur fyrir Kringlumýrarbraut, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 28.6.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Snorri Bergz

Vals-rauði liturinn er góður litur. Hef ekkert á móti Val. En bjórauglýsingarautt er allt annar handleggur. Sjálfur styð ég Arsenal-rautt.

Snorri Bergz, 28.6.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband