Það er gott að spila í Kópavogi

samuelGaman er, að Kópavogur skuli nú eiga tvö ágætis lið í efstu deild í fótbolta, en hin síðustu misseri hafa bæjarbúar í Goldfingerbæ jafnan mátt sætta sig við neðri deildar bolta.

En greinilega er stóri bróðir betri, því Blikar sigruðu 3-0. Á sama tíma sigraði ÍA lið Víkings með sömu markatölu. Greinilegt að úthverfi Reykjavíkur eru orðin gróðrarstía ágætis fótboltamanna (eins og svo oft áður).

En nú er komið að leik Vals og FH. Ég mun að sjálfsögðu halda með Val, bæði til að koma spennu í mótið og líka hitt, að mér er ómögulegt að halda með liði, sem spilar í Spurs-búningi! Síðan má bæta við, að ég hef ekkert gaman að fimleikum og því síður fimleikafélögum.

KROg síðan er stórleikurinn KR-FRAM annað kvöld. Sigri þeir bláu, verða KRingar komnir með annan fálmarann í fallöxina, en allt verður opið áfram, nái þeir litlausu að stela punkti. Sigri KRingar munu FRAMarar vísast falla niður um deild, því það gæti orðið mjög mikið áfall, sálfræðilega, að ná ekki að vinna skyldupunktinn, svona svipað og þegar ég tefli við Björn Þorfinnsson, nema hvað Björn er með skemmtilegustu skákmönnum landsins og teflir djarft til sigurs, meðan KRingar spila leiðinlegan kick and run fótbolta, svona svipað og Burnley spilaði um 1975.

Áfram FRAM!


mbl.is Breiðablik - HK 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband