Þrælahald

slavesEkkert annað orð til yfir þetta. "Slave labour".  400 kr. á tímann. Þetta er andstyggileg framkoma við fólk, sem ferðast langan veg til að reyna að sjá fjölskyldum sínum heima fyrir lífsviðurværi.
mbl.is Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta er ljótt ef satt reynist.
En því miður hefur Guðmundur Gunnarsson áður orðið uppvís að "ýkjum" svo ég hefði kosið staðfestingu á þessu frá 3 aðila.
Einnig er bara fyndið að heyra í honum tala í útvarpinu um að hann krefjist þess að verkin verði rifin niður
einsog hann ráði öllu sem hann vill bara á frekjunni.

Grímur Kjartansson, 25.6.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, óþarfi að rífa þetta niður. En mér er sama. Rukkað 5.000 á haus, og borgað undir 1.000, jafnvel undir 500 kr. á tímann. Þetta er kriminal.

Snorri Bergz, 25.6.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér þykir nú bara allt í lagi að rífa verk þessara mann niður og endurvinna, ef í ljós kemur að um fúsk ófaglærðra manna er að ræða.

Það virðist vera að allt í kringum þetta álver og þessa virkjun sé vafasamt. Menn ráðnir á lúsarlaunum, aðbúnaður hræðilegur, maturinn algert óæti og svo bætist við að hugsanlega sé verið að ráða ófaglærða menn til að vinna störf iðnaðarmanna.

Theódór Norðkvist, 26.6.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband