Er Steingrímur búinn að gista þarna?

steingrimur nyvaknadurSteingrímur Sigfússon þeas. Þetta hótel virðist alveg sniðið fyrir þann hluta VG-liða, sem vilja helst af öllu lifa í fortíðinni.

 


mbl.is Austurblokkin endurvakin í austur-þýskri blokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hvað er þetta maður, veistu ekki að topparnir fyrir austan, eða vestan, hafa aldrei lifað eins og sauðsvartur. Þetta er eins og ráðherrann okkar sem hjólaði í vinnuna til að sýna umhverfisvænsku... svo fylgdi einkabíllinn tómur á eftir, nema fyrir skjalatöskuna. Er þetta ekki dæmigerður stjórnmálamaður?

Ingi Geir Hreinsson, 22.6.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Snorri Bergz

Neinei, Steingrímur Joð er trúr sinni sannfæringu. Hann keyrði frekar út af en að beygja til hægri.

Snorri Bergz, 22.6.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ráðherrann okkar? Er Arnljótur Bjarki frændi ekki að rugla einhverjum saman við formann breska íhaldsflokksins sem hjólaði einmitt í vinnuna, en skjalataskan hans fékk far með einkabílstjóranum hans. Svona nostalgíuhótel geta verið ágæt fyrir einhverja ameríska ferðamenn en ég efast um að Steingrímur hafi áhuga á að gista þarna. Þessi klisja að Vinstri græn séu haldin einhverri fortíðarþrá er ein lélegasta bull lumma sem heyrst hefur en Snorri Bergz er sennilega með mottóið á hreinu: "ef maður endurtekur bullið nógu oft það verður það sannleikur!" Bestu kveðjur frá Berlín (og bara úr venjulegri uppgerðri íbúð með öllum græjum:),

Hlynur Hallsson, 22.6.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Snorri Bergz

Haha, ég las bréfið þitt Hlynur um daginn frá Berlín og datt þig fyrst í hug, en ákvað að nota bara Steingrím eins og venjulega. Hann er vanur svona.

En voðalega er þetta viðkvæmt Hlynur, að minnst sé á meinta fortíðarþrá VG!? Það má nú stríða ykkur eins og öðrum. Hafði í huga að sumir okkar taka pólítík og pólítíkusa ekki mjög alvarlega.

Snorri Bergz, 22.6.2007 kl. 21:14

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Leitt að þetta skuli vera síðasti dagurinn minn í Berlín.  Ég hefði nú kíkt við þarna ef ég væri ekki að fara heim á morgun.  Ég get þó huggað mig við að ég skoðaði DDR Museum í gær þar sem minjum frá í Austurþýska alþýðulýðveldinu er haldið til haga.  Trabbinn stendur þar upp úr, en hann var svar Austurþjóðverja við VW bjöllunni í Vestrinu.  Sumt var nú ágætt hjá þeim greyjunum, en þjóðfélag þar sem ríkið ætlar að hugsa fyrir öllum þörfum þegnanna og enginn má hugsa sjálfstætt er dæmt til að mistakast.

Helgi Viðar Hilmarsson, 22.6.2007 kl. 21:21

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fyrirgefðu Snorri að ég skildi taka þig of alvarlega:) Annars er ég ekkert sérstaklega viðkvæmur, nema hvað ég tárast stundum yfir amerískum bíómyndum. Annars er ég sammála Helga, best að fólk hugsi fyrir sig sjálft en láti ekki aðra gera það fyrir sig (enda getur "ríkið" ekki hugsað held ég). Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.6.2007 kl. 07:33

7 Smámynd: Snorri Bergz

Í góðu lagi Hlynur. Þú ert í pólítík (eða varst amk). En ég hef hins vegar engan áhuga á pólítík (nema nokkrar vikur fyrir kosningar!) Þess á milli reyni ég að hafa gaman að leikhúsinu við Austurvöll. Bara þannig að þú vitir.

En ríkið getur hugsað í einstaka tilfelli, þegar "ríkið það er ég", eins og t.d. var hjá Loðvíki kallinum, fasistum og kommúnistum.

Þetta gæti líka átt við hjá forstjóra ÁTVR! Bestu kveðjur

Snorri Bergz, 23.6.2007 kl. 10:19

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já og Davíð Oddsson: "Ríkið það er ÉG"!

Hlynur Hallsson, 23.6.2007 kl. 11:50

9 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, enn einn vinstri maðurinn með Davíðsfóbíuna!!

Snorri Bergz, 23.6.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband