Júðinn

juifForðum daga var orðið "Júði" notað yfir Gyðinga, rétt eins og Íslendingur yfir Íslendinga. Ekkert slæmt við það. Það merkti "frá Júdeu", rétt eins og "Juden" í Þýskalandi.

Síðan kom til sögunnar "guðsníðingur" yfir þessa þjóð, þ.e. þeir sem drápu Guð, þ.e. Krist. Það styttist síðan í "Gyðingur", ef ég man rétt.

Frakkar hófu síðan að nota tvö orð yfir Gyðinga, annars vegar "Ísraelítar", yfir franska Gyðinga, sem væru í lagi svosem, og "Juif" yfir Júðana, þ.e rússneska Gyðinga, sem væru framandi og óæðri en þeir innlendu.

Nú í dag er "Gyðingur" eðlilegt orð á íslensku, en "Júði" neikvætt, svona eins og að segja "niggari" yfir svertingja.

En nú var mér sagt frá manni, sem var að lýsa pókermóti í sjónvarpi um helgina og notaði þetta orð yfir Ísraelsmann. "Júðinn".

Ég spyr því; var hann

a) heimskur

b) að þykjast vera fyndinn

c) rasisti

d) fífl.

e) allt af ofangreindu

f) fattlaus einfeldningur

 

Eða var hann bara að reyna að láta reka sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Snorri,

er orðið gyðingur ekki miklu eldra í íslensku en júði, sbr. Gyðingasaga? Það hélt ég. Þýðir gyðingur ekki bara "lítill guð", þ.e.a.s. þetta var tilraun miðaldamunka í Noregi og á Íslandi til að skilgreina "Guðs útvöldu þjóð"? Gyðingur er væntanlega skylt orðinu gyðja.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2007 kl. 02:43

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég held ekki að pókerfíflið, sem þú segir frá, verði rekinn. Ég hef oft heyrt almenning á Íslandi tala um Ísraela sem júða. Íslendingar tala oft fjári illa um aðrar þjóðir. Líklega vegna góðs sjálfsálits.

Það er dálítið erfitt að gera neitt við þessu með júðana, þegar menn eru heilaþvegnir fyrir hverja páska með Passíusálmum og sumir Íslendingar trúa á Palestínumenn eins og aðrir trúa á Jesús.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2007 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband