In the ghetto

Jæja, þá er ghettó að myndast í Reykjavík. Þetta orð eitt og sér fær mann til að skjálfa. Var að horfa í gær á myndina Pianist, ein af myndunum, sem gerðar hafa verið um Varsjárgettóið. Í fyrradag tok ég Schindler og þar áður "The Wall". Þrjár gettómyndir á nokkrum dögum og maður er því viðkvæmur fyrir því, að sjá hér verið að ýja að því, að gettó sé að myndast á Íslandi. Ekki bætti úr skák, að ég í letikastinu í gær, leyfði "Enter the Dragon" með Bruce Lee að renna yfir skjáinn. Og þar segir litaður Bandaríkjamaður í Hong Kong, þegar hann leit yfir fátækrahverfi (c.a.): "Ghettos are everywhere the same."

En á hinn bóginn voru gettóin í Póllandi og víðar mjög frábrugðin þessum hér.


mbl.is Vísar að innflytjendahverfum að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við ,að miða við gettó þýskalands er ekki allt í lagi ?

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Snorri Bergz

Það sagði ég aldrei. Er ekki allt í lagi hjá þér. Ég var bara að segja, að þetta orð eitt og sér vekji hjá mér skelfingu.

En kannski mætti miða við gettóin í borgum Norðurlanda? EÐa í París.

En í seinna stríði voru engin gettó í Þýskalandi. Þú ert greinilega ekki vel að þér góurinn.

Snorri Bergz, 18.6.2007 kl. 09:54

3 identicon

Sæll, Snorri minn.

Ég bý nú í Fellahverfi. Hefurðu komið þangað nýlega? "Fátækrahverfi"????

Það mætti reyndar til sanns vegar færa að fasteignaverð í Fellahverfi helst lágt út af rasismanum í Íslendingum, sem vilja ekki borga jafn mikið fyrir íbúðirnar ef illa lyktandi og hræðilegir útlendingar búa þar.

Það er bara fínt fyrir okkur hin sem kunnum vel við okkur í fjölþjóða samfélagi og getum eytt peningunum okkar í annað en íbúðir sem eru seldar á allt of háu verði. 

Bragi (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 12:57

4 Smámynd: Snorri Bergz

Hvar sagði ég "fátækrahverfi"?

Snorri Bergz, 18.6.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband