Er nýr fjöldaflótti að hefjast frá Eddu?

Fyrir nokkru hafði Edda algjöra yfirburði á bókamarkaðnum, þegar Mál & Menning, Vaka og fleiri bókaútgáfufyrirtæki komu saman í einn risa.

En risinn er á brauðfótum, greinilega. Margir höfundar, sem haft höfðu samninga frá Eddu eða einhverjum af félögum þess, hafa horfið á braut. Nú síðast fór Gyrðir Elíasson, ef ég man rétt, og nú er Grass, SS-maðurinn góðkunni, horfinn veg allrar Veraldar.

Ætli nýr fjöldaflótti sé í uppsiglingu? Spurning hvort Laxness-dæmið fari ekki líka yfir til Veraldar, þegar núverandi útgáfusamningur rennur út. Það er líklegt, því Pétur Már og Ólafur höfðu haft Laxness á sinni könnu í fjölda ára, fyrst hjá Vöku-Helgafelli.

Þá verður ekki mikið eftir hjá Eddu.


mbl.is Nóbelsskáldið Günter Grass skiptir um útgefanda á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband