Sósíalismi í framkvæmd

communismJæja, þetta er bara sama gamla sagan. Sósíalisti við völd er jafnan ekki hrifinn af stjórnarandstöðu og beitir ríkisvaldinu til að berja á henni.

Hvað með það, þó fjölmiðlar gagnrýni stjórnvöld, sér í lagi þegar þau skerða réttindi borgara? Þessi sósíal-fasistastjórn þarna í Venesúela er greinilega að opinbera hið sanna eðli sósíalismans; stefna sú þolir ekki gagnrýni.


mbl.is Chavez hótar að loka annarri sjónvarpsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er nú meira ruglið í þér Snorri. Þó að Hugo Chavez skuli vera að klikkast og reyna að loka sjónvarpsstöðvum og hefta málfrelsi er það ekki "sósíalismi í framkvæmd" það hlýtur jafnvel þú að vita. Raunverulegur sósíalismi þolir vel gegnrýni og tekur mark á henni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.5.2007 kl. 07:19

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Átti að vera gagnrýni þó að "gegnrýni" sé ágætis nýyrði!)

Hlynur Hallsson, 30.5.2007 kl. 07:23

3 Smámynd: Snorri Bergz

Gaman að þessu. Mín "gagnrýni" á framkvæmd sósíalismans er snarlega afgreidd: "Rugl". Þetta virðist vera sama sagan víðast hvar a.m.k. Sósíalistar þola ekki gagnrýni!

En hvar þola hreinræktaðar sósíalistastjórnir gagnrýni? Ertu að segja Hlynur, að t.d. ráðamenn í Sovét hafi klikkast, eða er Castró klikkaður? Hvers vegna voru þá flestir ríkisleiðtogar sósíalista klikkaðir, ef það er klikkun í Chavez að hegða sér eins og sósíalistaforingjar hafa yfirleitt gert komist þeir til valda?

Ég bara spyr. Ég auglýsi síðan eftir hinum "raunverulega sósíalisma", sem skv. ofangreindri athugasemd hefur lengst af verið í felum.  Íslenskir sósíalistar eru þó greinilega skárri, en foringi þeirra þolir gagnrýni, nema frá Framsókn.

Snorri Bergz, 30.5.2007 kl. 08:36

4 Smámynd: Sigurjón

Amen!  Sósíalismi er verra en nokkuð annað í stjórnmálum.  Jafnvel fasizminn er skömminni skárri.  Svei mér þá...

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 18:05

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Held að djöfullinn í trúðsmynd hafi birst í Venezúela!  Hann er á góðri leið að eyðileggja landið með sínum þjóðernissinnaða sósíalisma, sem er í raun bara nasismi.  

Guðmundur Björn, 30.5.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband