Spennan magnast! Ný stjórn að myndast?

GeirHH1Þetta er farið að verða mjög spennandi. Sjálfstæðismenn er nú að skoða þessar þrjár stelpur, sem skríða vilja uppí með þeim og meta, hver þeirra sé í raun sætasta stelpan á ballinu.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi fyrst við Framsókn, enda er það eðlilegt miðað við, að stjórn þessara tveggja flokka hefur starfað saman með miklum ágætum í 12 ár. En þegar bið varð á, að árangur næðist og ýmsar neikvæðar raddir fóru að heyrast frá áhrifamiklum framsóknarmönnum, tóku vinstri flokkarnir að senda inn myndir af sér í hinum pólítíska bíkiníi.

Af fréttum að dæma virðast bæði VG og Samfó eiga í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun. Fréttirnar um VG bárust fyrst, en óljóst er, hvor flokkurinn var á undan að fækka fötum. 

Mig grunar þó, að Geir Haarde viti fyrir víst með hverjum hann vilji helst starfa, en sé að setja þessa samkeppni á svið til þess, að flokkarnir undirbjóði og verði reiðubúnir að semja um mál, sem þeir hefðu annars ekki viljað ræða í þessu samhengi, hvað þá meira.


mbl.is Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Misstirðu af þessum parti:

"Fram kom í fréttum Útvarpsins, að líkur á áframhaldandi samstarfi hafi aukist."

 Sjálfst.flokkurinn hefur væntanlega tilkynnt Framsókn eftir kosningar að þeir myndu láta stjórnarsamstarfið ganga fyrir öðrum stjórnarmyndunarviðræðum. Væntanlega hafa Framsóknarmenn lofað sínum betri helmingi því sama (þ.e sjálfstæðiflokknum)

Þannig að sjálfstæðisflokkurinn er væntanlega ekkert að skoða þessar þrjár stelpur, heldur eru þeir að bíða eftir hvað þeirra núverandi geri, svo þeir geti þá farið að daðra á móti við hinar tvær sem bíða spenntar :) 

Helga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta var skrifað áður en hádegisfréttir útvarpsins voru lesnar. Ég er framsýnn maður, en ég get því miður ekki séð fyrir hvaða fréttir koma í útvarpinu.

En ég tel reyndar, að óformlegu stefnumótin með vinstri stelpunum hafi e.t.v. verið til þess að þrýsta á sveitastelpuna um, að gera upp hug sinn.

Snorri Bergz, 16.5.2007 kl. 17:27

3 identicon

Hmmm......þessi setning "Fram kom í útvarpsfréttum...." er tekin úr greininni sem þú varst að blogga um :):)

Helga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég hafði amk ekki hlustað á útvarpsfréttirnar! En það sagði síðan í öðrum fréttum, að stefnumót ættu sér stað með vinstri stelpunum, sérstaklega vinstrigrænu stelpunum.

Snorri Bergz, 16.5.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband