Hvers á verktakinn að gjalda?

Hér eftir hef ég enga samúð með þessum Varmársamtökum og stuðningsmönnum þeirra. Svona lagað gera menn ekki.

Og hvers á verktakinn að gjalda? Hann er bara að vinna vinnuna sína. Hvurslags eiginlega fífl voru þarna á ferðinni?


mbl.is Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Álafosskvos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Algerlega sammála, þetta er skrílsháttur. Legg til að þetta fólk verði flutt úr landi og að friðsamir harmónikkuleikarar frá Rúmeníu verði fluttir inn í staðinn.

Ingi Geir Hreinsson, 16.5.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auðvitað er þetta skrílsháttur en óþarfi kannski að dæma samtökin fyrir þetta. Mótmælendur umhverfisrasks þessa lands hafa reyndar í mínum huga komið óorði á mótmæli, og þessvegna er ég á móti mótmælendum

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já maður spyr sig og óþolandi að fólk hagi sér svona. En ég hef verið að lesa það sem fólk skrifar um málið í kvosinni og langar mig til að nota tækifærið og koma hinni hliðinni á framfæri, en ég þekki það áægtlega þar sem ég sit í bæjarsjórn og hef unnið að málinu.

 

Ég vil byrja á að taka það fram að þetta lagnaskurðamál tengist lögnum frá hverfinu sem senn rís á Helgafellstúninu. Þessar lagnir þurfa að koma hvort sem tengibrautin verður að veruleika eða ekki og er sú framkvæmd ekki háð deiliskipulaginu.

Ég vil líka nefna nokkra punkta um framkvæmdirnar við Álafosskvosina. Í skipulagmálum gilda lög sem bæjaryfirvöldum er gert að lúta og það hefur vissulega verið gert í þessu máli sem og haft samráð við íbúana. Ég hef staðið heils hugar að baki þessa ákvarðana um uppbyggingu í Helgafellshverfinu og tengibrautarinnar, en bæði hverfið og tengibrautin hafa verið á aðalskipulagi í um aldarfjórðung. Að mínu mati þá hefur verið vandað til verka á undirbúningstímanum m.t.t. mögulegra umhverfisáhrifa, hámarkshraði lækkaður á tengibrautinni, brautin felld betur inn í landið og fjær Álfosskvosinnin en fyrra skipulag gerði ráð fyrir. Mosfellsbær kannaði einnig lögum samkvæmt hvort framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjaryfirvöld hafa í öllu fylgt leikreglum skipulagsmála og gildandi laga og stoppaði málið eftir að bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra höfðu komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákæruatriði ættu ekki við, en taldi að samkvæmt nýjum lögum frá 2006 ætti að auglýsa deiliskipulagið með umhverfisskýrslu. Því var deiliskipulagið og framkvæmdaleyfið að 500 metra kafla tengibrautarinnar dregið til baka.

Það er svo annað mál hvort fók vill láta byggja í nágrenni við sig og sérstaklega þar sem þetta svæði hefur verið landbúnaðarsvæði hingað til. En nú er komið að uppbyggingu á þessum fallega stað sem er að mínu mati eðlileg þróun byggðar, en ég tek undir að yfirvöld á hverjum stað verða að leita leiða til að lágmarka rask og óþægindi þeirra sem fyrir eru, en í þessu tilfelli þá verður það vart gert með því að færa veginn inn í annað íbúahverfi fjær kvosinni þar sem kaupa þarf upp fjölmörg hús til að koma tengingunni fyrir.

Nú er verið að ljúka við umhverfisskýrsluna sem auglýst verður með deiliskipulaginu eins og nýju lögin um umhverfismat áætlana gera ráð fyrir og hafa þá íbúar á svæðinu enn á ný tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Hér er samantekt um málið og m.a. um kynningar og samráðsferlið.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.5.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband