Windows Vista

Ég skil þetta vel. Ég er mjög ánægður með Vista-ð mitt og er þetta miklu betra en XP, sem ég hafði áður. Gallinn er, að ég þarf að fá mér nýjan prentara, en gamli minn meikar ekki Vista, því fyrirtækið sem framleiddi hann er löng búið að takann úr sölu og hefur því ekki uppfært driverinn fyrir Vista.

En að öðru leyti er ég afar ánægður og mæli eindregið með Windows Vista.


mbl.is 40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver er helsti munurinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 10:18

2 identicon

Munurinn á XP og Vista er miklu meiri en fólk heldur. Útlitsbreytingarnar eru bara það sem fólk sér en breytingarnar á grunni kerfisins eru gríðarlegar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Features_new_to_Windows_Vista

Þarna er mjög nákvæm útlistun á helstu atriðum sem eru ný og endurbætt í Vista. Athugið að þetta er bara yfirlit (Overview) en nánari útlistun er í linkum ofarlega á síðunni.

Stefán Jökull (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég átti einu sinni Lödu, fékk mér síðan Toyota.

Það er mjög margir aukafítusar, nær undantekningarlaust til aukinna þæginda. Það á sérstaklega við allt sem viðkemur músík, myndum (bíó, ljósm) o.fl. Hraðinn er betri, og allt virkar einhvern veginn betur í Vista. Kerfið er síðan gert einfaldara.

Ég skil núna hvað Apple menn voru að segja, þegar þeir sögðu, að Vista væri eftirlíking af Mac. Þetta er einfaldlega Mac með fjölmörgum auka fítusum, sem gera Vista að góðum kosti.

Snorri Bergz, 16.5.2007 kl. 10:26

4 identicon

Eftir að hafa rennt í gegnum þessa útlistun á Wikipedia sýnist mér nú að það séu engar stórvægilegar breytingar..

Kári (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Hratt eða hægt?

Júlíus Valsson, 16.5.2007 kl. 12:20

6 Smámynd: Snorri Bergz

Góður hraði!

Snorri Bergz, 16.5.2007 kl. 12:37

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er hægt að breyta myndum í pdf skjölum í jpg? Waw hljóðfælum í mp3?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 13:24

8 Smámynd: Snorri Bergz

Aha, tæknimál. Nú hef ég ekki hugmynd. En það kæmi mér ekki á óvart.

Snorri Bergz, 16.5.2007 kl. 13:30

9 Smámynd: Snorri Bergz

Það verður þá bara að koma í ljós.

Snorri Bergz, 16.5.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband