Ef Tinnamyndirnar væru íslenskar...

...væri auðvelt að ráða í hlutverkin.

kolbeinnJón Sigurðsson myndi að sjálfsögðu taka að sér að leika Kolbein kaftein. Ja, eða Baltasar Kormákur. Sá síðarnefndi vísast eðlilegri í hlutverkið.

tinniEn Tinni? Jú, han lítur út nánast eins og Lúðvík Bergvinsson, það yrði einfalt að fylla þetta hlutverk.

Skapti og Skafti yrði báðir leiknir af Jóni H. B Snorrasyni.

Rassapopúlus yrði síðan að sjálfsögðu leikinn af Jóhannesi í Bónus. Það segir sig sjálft!

Irma húsvörður fengið Ingibjörgu Sólrúnu, Björn Bjarnason yrði Alkasar hershöfðingi, osfrv

Kári Stefáns gæti síðan leikið prófessor Vandráð.

Leikhúsið við Austurvöll virðist eiga nóg af leikurum til að fylla helstu hlutverkin í myndunum.


mbl.is Spielberg og Jackson boða myndir um Tinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki Guðjón A eða þá Einar Oddur betri í hlutverk Kolbeins ?

Steingrímur J verður svo auðvitað í hlutverki Jósefs þjóns, eða hvað ?

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Snorri Bergz

Rétt. Steingrímur passar vel í það hlutverk, útlitslega séð.

Snorri Bergz, 15.5.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband