Framsókn í björgunarbátana

jonsigÍ aðdragana kosninga lýstu nokkrir af foringjum Framsóknar því yfir, að flokkurinn myndi ekki taka sæti í ríkisstjórn næsta kjörtímabil ef hann myndi bíða afhroð í kosningunum. Þær yfirlýsingar virðast nú ekki reynast marktækar.

Það kemur undarlega fyrir sjónir, að Framsókn lýsi slíku yfir, enda hefur flokkurinn þá ábyrgð, eins og allir aðrir, að leggja sitt af mörkum við, að tryggja starfhæfan meiri hluta á Alþingi. Og, fyrir þá sem ekki vita, hefur Framsókn gjarnan verið í oddaaðstöðu hvað það varðar á síðustu áratugum. Fylkingarnar til vinstri og hægri hafa haft slíkt hlutfall, að hvorug hefur getað myndað stjórn án þess að leita hinumegin miðjunnar, eða tekið með sér Framsókn, sem er opin í báða og jafnan til í slaginn.

En Framsókn þarf nú að meta stöðuna upp á nýtt. Fari flokkurinn ekki í stjórn þetta skiptið, þarf að leggja niður eina tryggustu stoð flokksins, atvinnumiðlunina, og þegar sú deild verður óvirk, verður mjög erfitt fyrir flokksforystuna að tryggja sér stuðning þeirra, sem jafnan hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð.

samuelJafnframt er ljóst, að þannig verður Jón Sigurðsson atvinnulaus og líklegt er, að fylgi hans innan flokksins munu dala, þar sem hann verður þá óvirkari í pólítíkinni en ella. Þá myndu enn frekari deilur koma upp og flokkurinn bíða enn meiri skaða en yrði, færi hann í stjórn.

En með hverjum á Framsókn að starfa? Vinstri flokkunum? Gengdarlaus áróður VG gegn Framsókn og móðgandi ummæli Steingríms að loknum kosningum gera þann kost ómögulegan. Þá er lítið eftir.

Framsókn á því fárra kosta völ. Sjálfstæðisflokkurinn getur hæglega tekið annan vinstri flokkinn upp í til sín, og hvað yrði þá um Framsókn? Þá yrði flokkurinn áhrifalaus, valdalaus og laskaður af innbyrðis ágreiningi.

Ef til vill ætti Framsókn að sættast á 3-4 ráðherra og ganga brosandi til sængur, enda sætasta stelpan á fjórða ballinu í röð.


mbl.is Ekki farið að ræða verkaskiptingu í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Niðurlagið hjá þér er algjör snilld! 

Sigurjón, 15.5.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ganga til sængur er kannski kurteislegt orðalag fyrir "bend over"!

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband