Össur grátbiður á hnjánum

althyduflokkurinnÖssur tók illa hádegisdrottningarviðtali Guðna Ágústssonar, sem var skyndilega orðinn hrifinn af þvi að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum, þvert á það sem hann hafði gefið í skyn áður.

Þetta hefur vísast komið illa við Össur, sem hefur verið helsti talsmaður þess innan Samfó að mynda hægri-krata stjórn með Sjálfstæðisflokknum, meðan formaðurinn virðist horfa frekar til vinstri, enda eru sætustu strákarnir á rakarastofunni á þeim slóðum.

Össur vaknar nú upp við það, að hann er ekki sætastur á ballinu...og kemst ekki einu sinni í undanúrslit. Og jafnvel Guðni er orðinn sætari.

Og þess vegna reynir hann að láta Guðna líta út fyrir að vera ljóta stelpu, sem ætti ekki einu sinni að fá að fara á ballið. En hann gleymir því, að Framsókn á sér álfkonu sem Bjarni Harðar hefur haft samband við lengi. Og með hennar hjálp fer Guðni á ballið, vel skóaður á fótum. Þegar á hólminn er komið, virðist Öskuguðni vera sætari en vonda stjúpan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband