Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna?

steingrimur nyvaknadurO, ætli það nokkuð. Segjum svo, að slíkt ferli fari í gang af alvöru þá hlýtur Steingrímur að taka sig til og móðga forystumenn Sjálfstæðisflokksins og koma í veg fyrir stjórnarmyndunina.

Vinstri grænir segjast nú loksins hafa tekið úr þroska til að setjast í ríkisstjórn. Það er svosem gott. En Steingrímur veit, að VG er að eðli til stjórnarandstöðuflokkur. Hann þrífst á því að nöldra og rífast, skammast yfir einhverju se stjórnin gerir. Það mun einfaldlega ekki henta honum að setjast í stjórn, því til hvers á að nöldra í stjórnarandstöðunni?

Það gæti líka orðið VG erfitt að sitja í stjórn. Hvað með stjórnarfrumvörpin? Flokkurinn hlyti að greiða atkvæði gegn þeim eins og venjulega. "NEI" flokkurinn gæti átt erfitt með að segja já, þegar flutt eru stjórnarfrumvörp.

Og fyrir utan allt þetta er alveg ljóst, að flokksmenn beggja hafa gjörólíka lífs- og heimssýn.  Það gæti verið, að Sjálfstæðisflokkur + VG sé skárra en D+S, en ef Geir þarf að velja á milli þessara flokka, er spurning ekki, hvor aðilinn sé betri, heldur hvor er skárri.


mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eða hvor er sætari  en annars held ég að einn í + sé of lítið og hæpið að kippa frjálslyndum uppí með Kristinn H. og Jón Magg innanborðs. Þá hlýtur Samfó að vera eini sénsinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, en snilldin fellst kannski i því mikla áfalli, sem sósíalistaflokkarnir verða fyrir, verði þeir áfram í stjórnarandstöðu. Það má miklu til kosta, að kenna þeim lexíu!

Snorri Bergz, 15.5.2007 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband