Nýir þingmenn

c_xdfalkinnJæja, merkilegt að sjá, að af 63 þingmönnum á næsta þingi, er um það bil þriðjungur nýliðar.

Í Reykjavík norður eru nýir þingmenn Guðfinna S. Bjarnadóttir úr Sjálfstæðisflokki, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson úr VG og Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram úr Samfylkingu; Ellert hefur raunar setið áður á þingi.

Í Reykjavík suður voru þau Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Álfheiður Ingadóttir, VG, og Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, kjörin ný á þing.

Í Suðvesturkjördæmi koma Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason, Samfylkingu og Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki og Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki ný inn.

Í Norðvesturkjördæmi eru Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson, Samfylkingu, nýir þótt Karl hafi raunar setið á þingi áður. Kristinn H. Gunnarsson var einnig kjörinn þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn en hann var áður þingmaður Framsóknarflokks.

Í Norðausturkjördæmi eru nýir þingmenn Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki og Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki, ný.

Í Suðurkjördæmi eru Árni Johnsen og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Atli Gíslason, VG, Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki og Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, nýir en Árni hefur setið áður á þingi.

 

Sjálfstæðisflokkur: (Árni Johnsen), Björk Guðjónsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Illugi Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir.

Samfylking: Guðbjartur Hannesson, (Karl Matthíasson), Gunnar Svavarsson, Árni Páll Árnason, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, (Ellert B. Schram).

Framsókn: Bjarni Harðarson, Höskuldur Þ. Þórhallsson,

VG: Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson

Frjálslyndir. Grétar Mar Jónsson, Jón Magnússon

 

Endurnýjun þingmanna er greinilega töluverð, en athygli vekur, hversu margir nýir þingmenn eru hjá Sjálfstæðisflokki. Bæði Sjálfst og Samf. flagga einnig þingmönnum, sem voru ekki inni síðast, en sátu á þingi áður. Sumir hafa síðan verið varaþingmenn, amk Grétar Mar og Jón Magnússon, ef mig minnir rétt.

Og fjórir nýir Samfóþingmenn koma inn í þingflokkinn, sem þjóðin treystir ekki. Æjá, svona er þetta.


mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband