Stjórnin heldur velli! En naumt var það.

En naumlega þó. Kaffibandalagið náði ekki að fella stjórnina.

 kaffibandalagMér fannst margt merkilegt koma fram í gær. Steingrímur var greinilega fúll út í Ómar, sem var fúll út í kerfið, fyrir að hafa 5% lágmark. Framsóknarmenn vældu framanaf, en Siv sagði mönnum að bíða aðeins, þegar hún var langt frá því að komast inn. Hún endaði inni sem kjördæmakjörin og tók Samúel Örn með sér á kostnað formannsins! Loksins náði hún fram hefnd!

Jónína Bjartmarz er úti, Jón Sigurðsson líka. Framsókn nær ekki manni inni í Reykjavík. Eiginlega má segja, að Framsókn hafi skilað aftur þessum þingmönnum, sem þeir tóku ófrjálsri hendi síðast í Rvk, og þessi aukamaður, sem þeir fengu fyrir slys í Norðaustri síðast. Restin var "normal".

samuelSamfylkingarmenn brostu breitt við fyrstu tölur, en duttu aðeins niður þegar á leið, en héldu sér síðan fast.  Árni Páll komst inn, að mínum dómi því miður, en sem betur fer verður Litli Denni aðeins varaþingmaður. Samfó vann kosningabaráttuna, það er engin spurning. Góður varnarsigur hjá krötunum og Ingibjörg getur borið höfuðið hátt. Hún komst einnig vel frá þessum umræðum í sjónvarpinu í nótt. Hún hefur unnið verulega á nú upp á síðkastið. Hún verður vísast ágætis utanríkisráðherra.

Ég er óánægður með, að Lilja skuli ekki vera inni sem uppbótarþingmaður, en Álfheiður í staðinn. Annars var þetta fyrirsjáanleg úrslit hjá VG.

c_xdSjálfstæðisflokkurinn græðir 2, og það merkilega er, að enginn þingmaður flokksins er uppbótarþingmaður þegar þetta er skrifað.

Grinframboðið komst ekki að, og Frjálslyndir halda sínum, með 2 fyrir norðvestan, og síðan svartleita lögmanninn og Grétar Mar, og SLEGGJUNA!

En þetta voru merkileg úrslit og miklar sviptingar!

En jæja, ég er farinn að sofa! Góða nótt.


mbl.is Miklar sviptingar í þingsætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Nú, komnar nýjar tölur! SOlid

Snorri Bergz, 13.5.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta er glæsilegt hjá Sjálfstæðismönnum.  Nú eru þeir í lykilstöðu.  Vonandi fara þeir í eina sæng með Samfó.  Þannig ríkisstjórn yrði væntalega frjálslyndari, en sú sem nú er við völd en það er einmit það sem ég vil.

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.5.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband