Skondin saga a la Ellý

Heyrði þessa í gær, en hún er vísast tómur uppspuni, en skondin samt.

 

Siggi múrari í Seljahverfinu kom heim úr vinnu á föstudagskvöldi, borðaði, tók sturtu og rakaði sig. Framundan var grímubúningapartí hjá 59 árgangnum úr Hagaskóla. En Jónína, konan hans, bar við veikindum og sagðist ekki ætla að fara. Hann skellti sér í górillubúninginn og fór af stað, eftir að konan sagði, að þó hún væri lasin, þyrfti hann ekki að sleppa endurfundunum við gömlu vinina.

Hún tók inn verkjatöflu og lagði sig smástund, og eftir rúmlega hálftíma var hún orðin miklu skárri. Hún fór því í grímubúninginn, sem hún hafði leigt en ekki sýnt Sigga, og hélt af stað. Hún ætlaði að koma kalli á óvart, þar eð hann hafði ekki séð búninginn áður.

Þegar hún kom þarna sá hún hvar Siggi var að dansa við allskonar dömur, bjóða þeim í glas og hafa gaman að þessu öllu saman. "Þessi svikari!" hvæsti hún með sjálfri sér og hóf þegar að daðra við górilluna. ´"Heppni að hann sér ekki andlitið á mér", hugsaði hún, "nú kemur í ljós úr hverju kallinn er gerður".

Ójú, hún tók hann á löpp og dró hann með sér á klósettið, þar sem þau fóru í "hoppsasa paa sturtukantinn", og síðan skyldu leiðir. Jónína fór nú heim, faldi búninginn og tók þessu rólega

Nokkru síðar kom Siggi heim og hófust nú yfirheyrslurnar

"Jæja, var gaman"? spurði Jónína

"Nei, mér leiddist, úr því þig vantaði elskan", svaraði Siggi.

"Jæja, og þú hafðir það bara rólegt, dansaðir ekkert og svoleiðis", sagði Jónína

"Nei, sá ekki pointið", svaraði Siggi.

Jónína, alveg brjáluð yfir lygum og svikum Sigga, æsti sig nú og sagði:

"Og þú tókst því bara rólega já"?

"Einmitt", svaraði Siggi. "Ég fór með nokkrum vinum mínum inn í eldhús í póker, en lánaði Nonna feimna górillubúninginn minn. Hann skilaði honum síðan með brosi á vör og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í mörg ár."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband