Sunnudagur, 6. maí 2007
Sjálfstæðisflokkur og Samfó bæta við sig fylgi, VG og Framsókn tapa
Jæja, nú stefnir í, að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að missa dampinn, eftir að hafa mælst með gríðarlegt fylgi í skoðanakönnunum síðustu mánaða. Um tíma höfðu Vinstri græn jafnvel töluvert forskot á Samfylkinguna.
Það er svosem ekkert nýnæmi, að VG mælist hátt í skoðanakönnunum. Mig rámar í, að fyrir nokkrum árum hafi VG náð miklum hæðum, jafnvel meiri hæðum en undanfarið. Niðurstaðan hafi síðan verið, í kosningum, að fylgi flokksins fékk niður fyrir 10%.
Mun slíkt eiga sér stað nú? Einhvern veginn held ég, að VG muni þrátt fyrir allt þetta bæta við sig töluverðu fylgi í kosningunum. Samkvæmt síðustu könnunum virðast framsóknarmenn og vinstri græn hafa haft sætaskipti, þ.e. VG hefur nú uþb. fylgi Framsóknar í síðustu kosningum, og öfugt. Síðan hefur Sjálfstæðisflokkur uþb bætt við sig því fylgi, sem Samfylkingin hefur tapað, og nú virðist Íslandshreyfingin ráða c.a. yfir því fylgi, sem Frjálslyndi flokkurinn tapar, þ.e. Margrétar liðið hefur skipt um vettvang.
Ég hafði eitt sinn tiltrú á Margréti, en missti allt álit mitt á henni c.a. í desember sl. Og síðan þá hefur hún ekkert gert til að vekja tiltrú mína að nýju. Og síðasta upphlaup hennar hefur gert það að verkum, að hún er flutt á eynna Aldrey í mínum huga.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með um eða yfir 40% fylgi á landsvísu í nær öllum skoðanakönnunum sl. mánuði. Það hefur þó verið talið, að jafnan sé fylgið í skoðanakönnunum meira hjá flokknum, en í sjálfum kosningunum, enda séu jafnan margir óákveðnir, sem séu svo fyrst og fremst vegna þess, að þeir eigi erfitt með að gera upp við sig hvern af hinum flokkunum ætti að kjósa.
En ég vil leyfa mér að spá því, að Sjálfstæðisflokkurinn detti að þessu sinni ekki mjög mikið niður, úr fylgi í skoðanakönnunum í kosningafylgi. Ástæðan sé sú, að fyrrum stuðningsmenn Framsóknar og Samfylkingar eigi erfiðara en aðrir með að gera upp við sig hvern kjósa skuli. En mig grunar, að þar séu á ferðinni hægri-kratar og þeir "frammarar", sem vilja ekki ganga í ESB og treysta ekki forystu Framsóknar til að standa vörð um sjálfstæði landsins gegn sambandinu.
Því ætla ég að vera bjartsýnn/raunsær, og spá því að Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig amk 5% fylgi frá síðustu kosningum, úr 33 í 38%, og fari jafnvel hærra, og fái 27-28 þingmenn.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.