Kolbeinn til Arsenal? Já, takk!

3Arsenal hefur nú í nokkurn tíma fylgst með Kolbeini Sigþórssyni, sem er, ef ég man rétt, yngri bróðir Andra Sigþórssonar, sem var á sínum tíma efnilegasti sóknarmaður Íslendinga og var á mála hjá Bayern Munchen, einnig ef ég man rétt.

Mig minnir (já, ég er með neinar info við höndina) að Kolbeinn hafi dvalið hjá Arsenal í den og hefur þá vísast staðið sig vel, úr því Arsene er enn spenntur fyrir stráknum.

Persónulega held ég, að Kolbeinn ætti helst að reyna að komast til Arsenal, af þeim liðum sem fylgjast með honum. Unglingastarfið þar er til fyrirmyndar og efnilegur unglingar fá sénsinn.

Er ný stórstjarna að fæðast? Ja, aldrei að vita. Stráknum skortir amk ekki hæfileikana.


mbl.is Wenger hætti við vegna Kolbeins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Frændi.

Hvernig er reynslan fyrir unga íslenska leikmenn sem fara til Arsenal?

Garðar Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir 

Þeir enda í Fylki og ÍBK, með viðkomu í Noregi!

En það er stór munur á Kolbeini og Val Fannar. En Stefán Gísla hefur nú vísast ekki versnað við að vera í Arsenal, og hið sama má segja um Ólaf Inga.

Snorri Bergz, 2.5.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband