Sjálfstæðisflokkur og VG vinna í Norðaustri

gallup_2007_04_29_nordaustuEngar stórfréttir í Norðaustri, sem síðast var sterkasta vígi Framsóknar, og þar sem Sjálfstæðisflokkur var einna veikastur fyrir. Heimavöllur utanríkisráðherra og Steingríms netlöggu. Allt getur gerst, en niðurstöður skoðanakönnunarinnar skv. því, sem ætla mátti fyrirfram. Framsókn tapar 2 mönnum, sem skiptast niður á Sjálfstæðisflokk og VG. 

Meðfylgjandi umræðuþáttur í RUV var leiðinlegur og nennti ég eiginlega ekki að horfa á hann til lengdar. Byrjaði, en hætti. Ég get ekki að því gert, en ég er farinn að fá nóg af Valgerði. Hún er einhvern veginn ekki að meika það, finnst manni. Sigurjón Ginsengbróðir var skárri en oft áður í sjónvarpinu, en hinir voru að mörgu leyti fyrirsjáanlegir. Sjálfstæðismaðurinn svoldið utangátta á gallup_2007_04_29_april_nordausturstundum, Steingrímur týpískur, osfrv.

En mikið held ég að grínframboðið hans Ómars muni vakna upp með skelfilegan hangover að loknum kosningum. Ég var ekki hrifinn af því í upphafi, en nú er maður farinn að fá grænar bólur.

En jæja, Þingeyingar eru framsóknarhollastir, því eins og sagt var:

Þingeyingar þekkjast oft

og þeirra kindur.

Á því hvað í þeim er lítið loft

og ljúfur vindur.

(Flosi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú næstum öruggt að Framsókn á eftir að bæta við sig á síðustu metrunum í Norð-austur og það á kostnað V.G. Það ætti að duga fyrir 3 mönnum. Í síðustu könnum vorum við (framsókn) með 18% þannig að ekki er óðlilegt að fylgið verði komið nógu hátt til að duga fyrir 3 mönnum 12 maí!  Ég held nú svona í alvöru talað að margir sem segjast ætla að kjósa V.G. geri það ekki í kjörklefanum, af þeirri einföldu ástæðu að V.G. er ekki treystandi fyrir stjórn landsins. Fylgisaukning V.G. eru að mestu leiti óágnægðir framsóknarmenn, sem finnst flokkurinn hafa látið full mikið undan Sjálstæðisflokknum undanfarinn 4 ár.  Þeir snúa vonandi sem flestir til föðurhúsana 12 maí!!

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband