Ljóskubrandarar?

Einn lélegasti brandari ársins kom fram í Silfri Egils nýlega, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson talaði um "ljóskuna í menntamálaráðuneytinu".

Fjölmargir hafa rætt um þessi orð Jóns Baldvins, bæði hér á blogginu og annars staðar, en nú tekur Mogginn þetta fyrir í vísnahorninu á bls. 25 í dag.

Þar er m.a. bent á, að orðið "ljóska" merkir í "Íslenskri orðabók" eftirfarandi: "...ung, ljóshærð, vitgrönn kona". Það er merkilegt, að Jón Baldvin skuli lýsa varaformanni Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra Íslands með þessum hætti.

En nokkrar vísur birtast þarna um ljóskuna og Jon Baldvin, m.a. ein frá Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd:

Jón Baldvin sem merktur mósku

miðlar ei viti stóru.

Einna helst líkur ljósku

sem leitar að eigin glóru!

En greinilegt er, að Jón Baldvin fer ekki heim með sætustu stelpuna á ballinu í þessum kosningum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ertu að segja að Bryndís sé ekki með glæsilegri konum landsins. Hann fer sko víst heim með þá sætustu.

Ingi Geir Hreinsson, 28.4.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Snorri Bergz

Bryndís er ekki á ballinu. Hún er ekki í framboði.

En Bryndís er enn meðal glæsilegustu konum landsins, ekki spurning.

Snorri Bergz, 28.4.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband