Er Samfó búnað þagga niðrí Össuri?

ossurJæja, bloggið hans Össurar er hætt, eins og Pétur hux greinir frá. Hvers vegna ætli það hafi verið? Er Samfó búið að þagga niðrí honum? Eða er hann bara að flytja?

Já, ekki skrítið þó Pétur velti því fyrir sér.

Einstaka Samfóar og sumir aðrir hafa verið að halda því fram, að Sjálfstæðisfl.  láti lítið bera á Hannesi Hólmsteini í nokkra mánuði fyrir kosningar. Spurningin hlýtur því að vera sú, hvort Samfó hafi "lært trikkið" af Sjálfstfl.? Eða voru þetta alltaf bara einhverjir órar í sósíalistunum?

 Spurning hvort VG fylgi ekki á eftir og feli Sóleyju fram yfir kosningar?

 

Viðbætur hjá Pétri Gunnarssyni:

Uppfært kl. 12.28: Meðfylgjandi athugasemd hefur borist við þessa færslu frá Tóta, sem er aðalmaðurinn hjá Hexia: Hann upplýsir gátuna og segir: "Heh, rólegan æsing. Samspil nokkurra þátta. Alvarleg Ruslkommentaárás á kerfið og gagnagrunnur að svitna undan álagi. Verið er að þurrka svitann af gagnagrunninum og Össur ætti að vera kominn á sinn stað innan tíðar."

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt um tölvumálin, nú veit ég að gagnagrunnar eiga það til að svitna. Takk fyrir upplýsingarnar, Tóti.

Nú er ég hissa! Kerfin svitna! Og síðan væri gott að fá skýringu á því, hvort ruslkommentaárás merki "leiðinlegar athugasemdir", eða hvort einhver hafi birt nýjustu stefnuskrá Samfó á blogginu hans Össurar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Þú hatar ekki að hlaupa á þig... 

http://hux.blog.is/blog/hux/entry/189334/

Steindór Grétar Jónsson, 26.4.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég held að þetta sé ekki tilviljun, það er flokknum fyrir bestu að harði diskurinn með færslum Össurar týnist. Það er bara erfitt að láta það líta eðlilega út.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.4.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband