Klaufaskapur

Ég er alveg hoppandi af reiði þessa dagana. Ég hafði séð mér leik á borði, tæmt sparibaukinn og ávísanareikninginn, og lagt fram 69,5 milljarða tilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik & co. Taldi ég víst að því tilboði yrði tekið.

En síðan missti ég það út úr mér, á morgunverðarfundi Sköllóttra manna í viðskiptum, að ég hefði lagt fram þetta tilboð, og vel lá á mér.

Síðan frétti ég það næst, að maðurinn á næsta borði hafi lagt fram tilboð upp á 70 milljarða.

Sveiattan.


mbl.is Milestone kaupir sænskt fjármálafyrirtæki fyrir 70 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband