Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins - stjórnin bætir við sig fylgi!

konnun22aprilJæja, tók þetta af www.visir.is

Samfylkingin og Vinstri græn eru nánast með jafnt fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 20,3 prósent segjast myndu kjósa Samfylkingu en 19,7 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn. Miðað við þetta fengi Samfylking fjórtán menn kjörna á þing en Vinstri græn þrettán.

Formenn flokkanna tveggja eru báðir bjartsýnir. „Þetta er ágætis útkoma hjá okkur. Við erum á uppleið aftur miðað við síðustu mælingu. Vonbrigðin eru þau að of miklar líkur eru á því að ríkisstjórnin haldi velli því að kraftarnir dreifast svo mikið. Það er stemning fyrir breytingum í vor," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

„Ég er sannfærð um að Samfylkingin er á mikilli siglingu, ég hef fundið það bæði á fólki og í landshlutakönnunum sem gerðar hafa verið, þannig að ég held að þessi könnun sé bara undantekningin sem sannar regluna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Sjálfstæðisflokkur mælist enn sem áður stærsti flokkurinn og segjast nú 41,2 prósent myndu kjósa flokkinn. Hann fengi því 29 þingmenn kjörna.
Framsókn bætir svolítið við sig og mælist fylgi flokksins nú 10,4 prósent og hann fengi sjö þingmenn kjörna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokksmenn hafa haft fylgisaukningu sterkt á tilfinningunni. „Þetta er í samræmi við þróun í skoðanakönnunum fyrir réttum fjórum árum. Mér finnst á þessu að fylgið sé farið að koma fram." Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl 2003 mældist Framsóknarflokkurinn með 12,8 prósenta fylgi.

Fylgi annarra flokka mælist innan við fimm prósent og er þeim því ekki úthlutað þingsæti. 4,0 prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna, 3,2 prósent styðja Frjálslynda flokkinn og 1,2 prósent styðja Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja.

ogmundurJæja, vinstri stjórn í pípunum? Einmitt það já. Sósíalistaflokkarnir ekki að meika það. Sjálfstæðisflokkur með 29 þingmenn og Framsókn sjö. Hvað segja kommar og afturhaldskommar nú?

Auðvitað er þessi könnun ekki viðurkennt af sumum, en jæja, skoðanakönnun fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú vera að festa sig í yfir 40% fylgi í skoðanakönnunum. Það veit á gott. Og Framsókn að koma til baka.

Og Frjálslyndir og Íslandshreyfingin koma ekki manni inn!

En stjórnin fær a.m.k. aukinn þingstyrk, kjósi stjórnarflokkarnir að starfa saman áfram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband