Reykjavík International lokið: Jón Viktor náði stórmeistaraáfanga

RIMG_0048Jæja, þá er tveimur erfiðum mótum lokið, fyrst Kaupþingsmótinu og síðan þessu, Reykjavík International.

Jæja, best að byrja á sjálfum sér. Ég gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson í 6. umferð, þar sem ég fékk yfirburðastöðu, missti af vinningsleikjum og mátti að lokum þakka fyrir jafnteflið, sem ég knúði fram með hróksfórn. Í næstu umferð tefldi ég við Heimskautahúninn, Björn Þorfinnsson. Þar náði ég að platann í byrjuninni og landaði sigrinum. Í 8. umferð tefldi ég við stórmeistarann Ivanov frá Rússlandi. Ég tók á mig þrengri stöðu í byrjuninni og vildi látann sprengja sig. Þegar hann lék síðan af sér mistókst mér að nýta mér það og lenti í kreppu, en varðist vel. Staðan var einfaldlega steindautt jafntefli, þegar ég lék alvarlega af mér og tapaði. Gerði svo jafntefli við Ingvar Þór í morgun, eins og í mörgum mótum undanfarið.

Niðurstaðan var 4.5./9 og smávegis stigagróði. Nánari tölfræði upplýsingar um mótið má finna á http://www.skaksamband.is

PICT0076Normunds Miezis sigraði í mótinu, eins og í Kaupþingsmótinu. Annar var Jón Viktor Gunnarsson, sem náði stórmeistaráfanga í mótinu. Í 3-7 sæti voru síðan nokkrir Bretar, Indverjinn sem sigraði mig í 3. umferð og Héðinn Steingrímsson.

Nokkrir af félögunum voru neðan við eðlilegan styrkleika og má segja, að flestir sterkustu landarnir hafi teflt undir eðlilegri getu. En það voru hins vegar aðrir, aðeins neðar í röðinni, s.s. Guðni Stefán Pétursson, Kristján Eðvarðsson og Guðmundur Kjartansson sem stóðu sig vel, að ógleymdum litlu strákunum þremur.

En annars gekk þetta það vel allt saman, að nú stendur til að halda Reykjavíkurskákmótið næsta haust. Loksins er farið að vora á ný í skákinni á Íslandi.

 


mbl.is Jón Viktor náði fyrsta áfanga að stórmeistaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband