Flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni

RvkJæja, nú taka málin að skýrast. Ný skýrsla! En jæja, stundum má hafa gagn af skýrslum, þó oft séu þær lítið meira en pantaðar niðurstöður og atvinnumiðlun til áhugasamra nefndarmanna. En mér er eiginlega sama hvert hann fer, þó ég vilji síður sendann til Keflavíkur, bara ef hann fer úr Vatnsmýrinni. Löngusker eða Hólmsheiði, ...hvort tveggja skárri kostur en sá núverandi. En svo segir í frétt Mbl.is (og aldrei þessu vant er ég sammála Degi B. Eggertssyni):

 Skýrsla um mismunandi flugvallakosti á höfuðborgarsvæðinu verður birt á heimasíðu samgönguráðuneytisins í fyrramálið. Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem rætt var um flugvallarmálið utan dagskrár. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sagði að í skýrslunni fái Hólmsheiði, Keflavík og Löngusker besta einkunn og langt umfram þá kosti sem fjallað er um varðandi Vatnsmýri.

Vilhjálmur sagði að það væri afar mikilvægt, að áfram verði flugvöllur í Reykjavík ef borgin eigi að gegna því hlutverki að vera miðstöð innanlandssamgangna. Sagðist Vilhjálmur ekki telja, að til greina komi, að flugvöllurinn verði fluttur til Keflavíkur.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, sagði að meginniðurstaða skýrslunnar væri sú, að þar væri fótunum kippt undan þeim hræðsluáróðri, að ef flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni sé sá eini kostur fyrir hendi að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.

 

Jæja, drengir og stúlkur; nú er að koma þessu máli í gegn og flytja flugvöllinn burtu. Ég er orðinn leiður á, að vaxtabroddur Reykjavíkur sé kominn upp á hálendið.


mbl.is Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Þá hættir maður amk að fá flugvélar beint yfir hausinn á sér. Og þetta styrkir miðbæinn. Miðpunktur höfuðborgarsvæðisins er nú í Goðalandi; það er af sem áður var. Ég vil efla miðbæinn, og ekki veitir af. Byggð og þjónusta í Vatnsmýri gæti bætt það; og bílaumferðin? Jú, má ekki nota nýju Hringbrautina?

Snorri Bergz, 17.4.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband