Kosningaloforð upp í ermina?

xfVandi Frjálslyndra er ekki að setja saman stefnu, sem gæti höfðað til margra. Ég las nú í gær eða fyrradag (eða fletti reyndar) málefnahandbók Frjálslyndra. Þar er ekki mjög margt sem ég gæti ekki skrifað undir, heils hugar eða sem "skárra en margt annað".

Síðan vorkennir maður þeim nánast fyrir að hafa verið svívirtir af kommunum og krötunum, og kallaðir rasistar. Útlendingastefna flokksins er eftirrit þess, sem Alþýðuflokkurinn (sem innihélt þá bæði krata og komma) kom fram með á Alþingi 1927. Varla ætla t.d. kratarnir að segja, að Jón Baldvinsson hafi verið rasisti? Eða Héðinn Valdimarsson? Eða Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti?

En vandi Frjálslyndra liggur í, að frambjóðendur flokksins eru ekki traustvekjandi. Þegar svo er, skiptir litlu máli hver stefnan er. Síðustu misserin hef ég talið Magnús Þór allt að því smánarblett á Alþingi...en skal viðurkenna það hér, eftir að hafa lesið bloggið hans, að ég hef ekki alveg verið sanngjarn í dómi mínum um hann. Hann er greinilega ekki jafn vitlaus og ég hélt, en gerir af og til slæm fljótfærnismistök og segir stundum hluti, sem hann hefði ekki átt að gera. En jæja, svona er þetta. Það eiga allir rétt á öðru tækifæri.

Ég myndi gjarnan vilja hafa 150.000 kr. skattleysismörk, eða 122.000. En því miður hafa ráðandi öfl ekki séð sér fært að standa að því. Ég þekki ekki röksemdirnar þar að baki, en ég vona að þeir séu traustar (þó ég efist reyndar um það).

En þó ég segi þetta hér, þá er auðvitað alveg ljóst að ég kýs þennan flokk ekki, og mun vísast aldrei gera. En ég óska honum ekki lengur veg allrar veraldar, út í hafsauga mínus 5%anna. En  síðan í ofanálag hefur flokkurinn verið í slæmum félagsskap á Alþingi og það hefur spillt honum aðeins! :)


mbl.is Frjálslyndir vilja 150 þúsund króna skattleysismörk fyrir lágtekjurfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Snorri! Þú mátt auðvitað hafa þínar skoðanir á fólki, en ég átta mig ekki á hvaða forsendur þú hefur til að telja frambjóðendur okkar Frjálslyndra lítt traustvekjandi ! Á maður ekki að gefa fólki tækifæri áður en maður fer að dæma það? 

Veistu til að þeir hafi brotið eitthvað sérstakt af sér gagnvart sinni þjóð ,einsog t.d. sumir frambjóðendur núverandi stjórnarflokka hafa gert? Þá á ég við þá frambjóðendur stjórnarflokkanna sem studdu beint eða veittu hlutleysi ólögmætri ákvörðun um að gera okkur n.k. aðila að stríðinu við Írak og aðförina að stjórnarskránni og forsetaembættinu, svo einhver dæmi séu tekin!

Kristján H Theódórsson, 17.4.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég heyrði viðtal við Magnús Þór fyrir nokkrum árum. Og að sauð svo á mig, að ég efaðist um, að ég gæti nokkurn tíma litið á manninn án þess að lyfta upp hægri hendi og segja: Sieg Heil! Mér ofbauð svo rosalega, að ég hélt að menn sem væru í stjórnmálum hefðu lært að koma fram í fjölmiðlum án þess að láta eins og óknyttadrengir.

Þetta hefur mótað mín viðhorf í garð Magnúsar Þórs. En þau viðhorf eru að breytast aðeins, ja, reyndar nokkuð.

En varðandi traustvekjandi flokk, þá kemur tvennt til:

a) landsfundarhringlið. Það system var ekki traustvekjandi, að mínu mati.

b) árásir á Gunnar Örlygsson, þegar hann gekk úr flokknum, og síðan þögn þegar tveir þingmenn ganga til liðs við Frjálslynda.

Þetta eru bara tvö atriði, sem ég gæti nefnt. Gæti vísast nefnt fleiri, hefði ég tíma til að velta þessu fyrir mér. Til dæmis virðist FF vera ruslakista frambjóðanda, sem hefur verið hafnað annars staðar. Slíkir flokkahopparar vekja amk ekki traust hjá mér, sér í lagi þegar þeir hoppa oft.

Síðari hlutinn hjá þér er síðan röksemd, í mínum huga, hvers vegna FF nýtur ekki trausts.

Snorri Bergz, 17.4.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Flokkahopp getur á stundum verið merki um heilbrigðara lífsviðhorf, en þeirra sem sitja undir hinum og þessum afglöpum eigin flokkforystu þegjandi, eða kjósa að kóa með í vitleysunni.

Dómgreind þeirra og trúverðugleiki , sem láta allt yfir sig ganga er ekki á háu stigi. Varðandi Mál Gunnars Örlygssonar, þá töldu Frjálslyndir það á gráu svæði á sínum tíma, en urðu að beygja sig fyrir því að svona eru reglurnar! Því skyldu þeir þá vera að taka upp þá umræðu aftur þegar menn vilja flytja sig til þeirra! Búið að sannfæra þá með rökum, að þetta sé lögmætt!

Hvaða landsfundarhringl ertu að tala um?

Kristján H Theódórsson, 17.4.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband