Samfylkingin áfram í stjórnarandstöðu

c_serstakttilbodSamfylkingin segist aðeins ætla í ríkisstjórn á eigin forsendum. Hvernig getur þriðji stærsti flokkurinn sett svona skilyrði?

Ef Samfó fer í stjórn, verður það fyrst og fremst á forsendum Sjálfstæðisflokks eða VG. Ergo: vilji Samfó í stjórn, er spurningin aðeins sú, hvort flokkurinn vilji vera hækja til hægri eða vinstri. Það er gjarnan hlutverk smáflokkanna. Hafa ber í huga, að Samfó er núna með svipað fylgi og Framsókn hafði í síðustu kosningum!

Eða kannski er bara ekkert að marka Árna Pál Árnason, þegar hann heldur þessu fram?

P.S. Og hafa ber í huga, að í næstu skoðanakönnun hlýtur Samfó að tapa enn, eftir skammarlega hegðun Kristrúnar Heimisdóttur í Kastljósinu. Samfó hlýtur að falla niðrí þriggja bjóra fylgið.


mbl.is „Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Kristrún leyfði hinni konunni varla að segja neitt, sígrípandi fram í, og lét allt fara í taugarnar á sér. Svona gera menn ekki í svona þáttum. Meðan var sjálfstæðiskonan sallaróleg og lét þennan æsing, og ófagmennsku, Kristrúnar ekki fara í taugarnar á sér.

En kannski passaði þetta bara við innihaldslausa frasagjammið í Samfó?

Snorri Bergz, 15.4.2007 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband