Eurovision

Jæja, þetta byrjar ágætlega. Spekingarnir voru frekar jákvæðir í garð þessara fyrstu laga.

Eiríkur stóð sig vel í þættinum, eins og venjulega. Daninn kom ferskur inn, en norsarinn var svoldið þvingaðri, en kemur vísast sterkur inn næst.

En alltaf hef ég gaman að finnska evróvision-expertnum, Íslandsvininum margfræga. Hann getur þulið upp alls konar fróðleik eins og maður sé að googla hann.

Af þessum lögum sem sýnd voru í gær (missti reyndar af þeim síðustu) var ísraelska lagið síst. Mér finnst svona músík leiðinleg, burtséð frá innihaldinu.

Og Eiki rokkar. Þetta er svona músík sem maður fílar. Týndur Valentine og Hvít-rússneska lagið voru best í gær, að mér fannst.

Ég er þó ekki viss um, að Eiríkur komist áfram, en vona það þó. Málið er, að allt of margar þjóðir Suður- og Austur Evrópu hafa öðruvísi tónlistarsmekk en við og nágrannar vorir. Við verðum hreinlega að treysta á 12 stig frá frændum vorum við Atlantshafið.


mbl.is Eiríkur fékk næstum fullt hús stiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja hann er bara algert gull þessi maður... hann dregur okkur uppúr þessari botnbaráttu...hand viss

Didda (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband