Beðist fyrir í upphafi skákmóts.

nullJá, ég tapaði í gær gegn Héðni Steingrímssyni, alþjóðlegum meistara. Það kom nú varla á óvart svosem, enda er Héðinn mjög sterkur skákmaður. Ég kom nokkuð vel út úr byrjuninni svosem, miðað við að ég var að tefla byrjun sem ég hef aldrei teflt áður og hef aldrei stúderað.

HedinnEn þegar á leið kom styrkleikamurinn í ljós. Þá fór hann að leika þessa óskiljanlegu smáleiki, sem reyndust síðan öflug drápsvopn þegar á hólminn var komið. Héðinn var gríðarlegt efni, sem hætti síðan að tefla og fór í nám til Þýskalands. Hann er aðeins nýlega kominn aftur í skákina og kemur sterkur inn.

En á myndbandinu sést vel að hann býr yfir leynivopni. Þar sést þegar hann leggst á bæn við upphaf skákar. Ég þarf að prófa þetta.  - Smile

(Myndin: tekin þegar ég hafði hár - Héðinn til hægri - báðar myndirnar teknar um svipað leyti)


mbl.is Efnilegustu skákmenn landsins á alþjóðlegu skákmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju bauðstu honum ekki jafntefli?

Er hann ekki vinur þinn?

Hjörtur Kristjáns (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hann er nærri því 200 skákstigum hærri en ég, er með hvítt og hungraður í sigur. Í svoleiðis stöðu semja menn ekki jafntefli, sama hver á í hlut.

Héðinn vann svo skemmtilegan sigur í gær, sveið andstæðing sinn ótrúlega með svörtu. Ég vona satt best að segja að strákurinn vinni þetta mót og það með yfirburðum. Kominn tími til að hann nái stórmeistaraáfanga.

Burtséð frá öllu öðru, þá hefur hann gríðarlega skákhæfileika.

Snorri Bergz, 13.4.2007 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband