ESB er lausnin?

ossurJá, efnahagsmálin. Og Samfó virðist hafa þar eina aðalstefnu skv þessu: Ganga í ESB!

Á blogginu hjá mér í gær commentaði gestur á þetta, að ESB sé sú töfralausn, sem Samfó grundvalli sína framtíðarsýn á.

 

Hvernig er hægt að hugsa sér að kjósa flokk eins og Samfylkinguna sem hefur enga stefnu nema ganga í EB.

Ragnar G. 

 Í framhaldinu kom Samfylkingarmaður og mótmælti þessu:

Æji, voðalega er leiðinlegt að lesa ómálefnaleg komment um minn ágæta flokk, Samfylkinguna og að eina stefnumál hans sé að ganga í ESB. 

En hann er varla búnað sleppa orðinu, þegar Samfó kemur með efnahagskenningar sínar á prent: Ganga í ESB, taka upp evru.

Það er eins og að sumir kratar viti ekki hver efnahagsstefna flokksins er. Nú, ef svo er, hvernig eiga þá aðrir að fatta þetta?

ESB innganga og evruupptaka er kannski ekki eina stefna Samfó, en eina stefna Samfó sem flokkurinn heldur sig við og sú eina, sem felur í sér einhverja framtíðarsýn.

En þessa framtíðarsýn kratanna vil ég ekki sjá.


mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Samfylkingin er m.a. að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skynsamlega hagstjórn og framtíðarsýn fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Til þess að geta fengið inngöngu í myntbandalagið og tekið upp Evru þarf fyrst að koma hér á þokkalegu jafnvægi í efnhagsmálum því eins og staðan er núna er verðbólga langt yfir öllum mörkum, viðskiptahalli margfaldur og vextir út úr öllu korti. Forgangsatriðið er að ganga í það verk.

Samhliða verður að vinna að því að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga fyrir aðildarumræður og eðlilegt er að þar taki þátt fulltrúar atvinnulífs, launafólks og neytenda.

Á grundvelli markmiða verður gengið til aðildarviðræðna og þegar niðurstöður úr þeim liggja fyrir ber að leggja aðild í þjóðaratkvæði.

Þetta ferli þarf að hefja, það er skýr stefna Samfylkingarinnar, enda fer því víðsfjarri að aðild að ESB sé einhver töfralausn eða eina aðgerðin í efnahagsmálum. Stóru vandamálin sem núverandi ríkisstjórn skilur eftir sig og birtast m.a. í spá Seðlabankans um allt að 6% fjárlagahalla á þarnæsta ári, samhliða háum vöxtum og atvinnuleysi, þarf að leysa fyrst.

Ábyrgðarleysið felst í því að að gera ekkert. Daginn sem Norðmenn ákveða aðildarumsókn eru dagar EES samningsins taldir. Grundvöllur sambands okkar við langmikilvægasta viðskiptasvæði íslensks atvinnulífs hvílir á þeim rausnarskap Norðmanna að standa undir nær öllum kostnaði við EFTA svo við Íslendingar og Liecthenstein rétt náum að fylgjast með þróun mála í ESB. Í nýju Evrópuskýrslunni kemur fram að fimmföldun framlaga Íslendinga til EFTA myndi varla duga til að standa undir helmingi þess starfs sem nú fer þar fram og er fjarri því nægilegt.
Traustur grunnur?

Arnar Guðmundsson

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 11.4.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jæja, sko, kratarnir geta þetta ef þeir vilja.

En varðandi Noreg og ESB, var ekki Stoltenberg, uberkrati þeirra norsara, að segja nýlega, að innganga Norðmanna í ESB væri úr sögunni?

Snorri Bergz, 11.4.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Skemmtileg færsla,

Skref 1: Samfylkingin gefur út nokkra tuga blaðsíðna rit þar sem m.a. er fjallað um hugmyndir til að bregðast við núverandi hagstjórnarvandamálumm.

Skref 2: Morgunblaðið skrifar um það frétt og setur inn í fréttina tvær setningar um þær fjölmörgu hugmndir sem samfylkingin hefur. Morgunblaðið velur fyrir ,,tilviljun" atriði sem tengjast ESB og Evru.

Skref 3: Ýmis áróðursblogg Íhaldsins leggja út frá fréttinni og tala um að Samfylkingin hafi bara ein töfralausn sem sé ESB.

Skemmtilega málefnaleg vinnubrögðin hjá ykkur íhaldsmönnunum.

Kveðjur :) 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband