Áfall fyrir Samfylkinguna í Reykjavík

RvkJæja, enn eitt áfallið. Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega í sókn víðast hvar á landinu og stefnir nú allt í skemmtilega kosninganótt og bjarta framtíð.

Vinstri grænar styrkja stöðu sína sem 2. stærsti flokkur landsins. Litli sósíalistaflokkurinn, Samfó, getur hins vegar varla brosað mjög blíðlega, ef flokkar brosa á annað borð. Maður man glottið á krötunum þegar Össur náði að hrifsa til sín 1. sætið af íhaldinu (man ekki lengur í hvoru kjördæminu það var í Rvk). Já, framtíðin er björt, sögðu kratarnir, við verðum stærsti flokkurinn 2007, sagði hver í kapp við annan.

En hvað gerðist? Það eina markverða sem gerðist var, að Samfylkingin skipti um formann og að Íslendingar tóku að hafa meiri áhuga á umhverfismálum.

Litlu flokkarnir detta út í Rvk. suður, sbr.

 

 

Kosn. 2003
10. apríl
 %
menn%
menn
D-listi 38  441  5
V-listi9  1
24
  2
S-listi 33  323  2
B-listi 11  15  0
F-listi 7  15  0
Í-listi -  -4  0

 

 

 


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvernig er hægt að hugsa sér að kjósa flokk eins og Samfylkinguna sem hefur enga stefnu nema ganga í EB.

Ragnar G. 

Ragnar Gunnlaugsson, 10.4.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, ég hef verið að velta þessu fyrir mér líka. Ætli það sé ekki bara af vanafestu?

Snorri Bergz, 10.4.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Snorri Bergz

Haha, mikið var Benni. Ég var farinn að óttast um þig!

En ég verð því miður að segja þér, að Samfó hefur enga ástæðu til að horfa bjartsýn fram á veginn.

Snorri Bergz, 10.4.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Æji, voðalega er leiðinlegt að lesa ómálefnaleg komment um minn ágæta flokk, Samfylkinguna og að eina stefnumál hans sé að ganga í ESB. 

Mér sýnist þið vera menn töluvert eldri en ég sjálfur og ættuð þessvegna að vera með málefnalegar skoðanir á pólitík og ekki segja tóma þvælu útí loftið. Hafið þið kynnt ykkur stefnu Samfylkingarinnar í velferðarmálum, menntamálum og umhverfismálum? Sýnist ekki. Ég vona að menn kynni sér stefnu flokka áður en þeir byrja að tala um hana og gagnrýna hana, annars verður gagnrýnin heldur léleg og ómálefnaleg.  Það mætti líkja þessu við að ég myndi segja að eina stefnumál Sjálfstæðisflokksins væri það að einkavæða sem flest ríkisrekin fyrirtæki. Auðvitað er það eitt af stefnumálunum, en ekki það eina. Eða hvað?

Og til að bæta einu við Snorri. Kannanir sýna að þeir sem kjósa Samfylkingu geri það útaf málefnum, það er Framsóknarflokkur sem fólk kýs útaf vanafestu. Þetta sýndi skoðanakönnun Gallup framá ekki alls fyrir löngu.

Ég vona að það verði málefnalegri umræður á þessari ágætu blogg-síðu næst þegar ég kíki við.

Bestu kveðjur,

Guðfinnur 

Guðfinnur Sveinsson, 11.4.2007 kl. 04:38

5 Smámynd: Snorri Bergz

Sæll Guðfinnur

Umræðan þarf ekki öll að vera málefnaleg, sbr. t.d. Borgarnesræðuna og fleiri slíkar. Stundum þarf að nálgast málið út frá öðrum forsendum. En rétt er, að margir hafa átt erfitt með að átta sig á stefnu Samfó. Ég tók mig nú reyndar til og las stefnu Samfó á netinu fyrir margt löngu.

Ég segi það sama og um kosningastefnu Framsóknar: jújú, fögur fyrirheit, en einhvern veginn treysti ég ekki Samfó til að fylgja henni eftir.

Persónulega held ég, að einmitt það sé vandamálið. Það er ekki nóg að hafa stefnu, jafnvel þó hún væri frambærileg (sem er umdeilanlegt í hvert skipti, sama hvaða flokkur á í hlut), þegar umræddur flokkur virðist ekki njóta trausts kjósenda. Og það sem verra er, formaðurinn telur þingflokkinn ekki njóta trausts, og þjóðin telur formanninn ekki traustvekjandi.

Vandamál Samfó er ekki stefnuleysi, þó því sé oft haldið fram, heldur flökt og rótleysi. Því fær fólk það á tilfinninguna, að Samfó sé ekki treystandi.

Og síðan, þegar formaðurinn er rúinn trausti (aðallega vegna eigin mistaka), hlýtur það að koma niður á flokknum.

Stærstu mistök núverandi stjórnar Samfó voru þau, að fara í persónulegan fæting við ráðamenn í öðrum flokkum. Hefði ISG t.d.sleppt Borgarnesræðunni og endurtekningum hennar, og umhverfisstefnuhringlinu, myndi ég veðja hausnum á mér um, að Samfó væri í fyrsta lagi með meira fylgi núna og myndi sitja í stjórn með D næsta kjörtímabil.

En aftur að því sem þú sagðir um, að það sé leiðinlegt að lesa ómálefnaleg komment um flokka. Já, því er ég sammála. En slíkur málflutningur hefur því miður verið mjög algengur hjá Samfó-mönnum hin síðustu ár, undir öruggri leiðsögn formannsins, sem nú er að uppskera eins og sáð var.

Snorri Bergz, 11.4.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband