Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Áfall fyrir Samfylkinguna í Reykjavík
Jæja, enn eitt áfallið. Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega í sókn víðast hvar á landinu og stefnir nú allt í skemmtilega kosninganótt og bjarta framtíð.
Vinstri grænar styrkja stöðu sína sem 2. stærsti flokkur landsins. Litli sósíalistaflokkurinn, Samfó, getur hins vegar varla brosað mjög blíðlega, ef flokkar brosa á annað borð. Maður man glottið á krötunum þegar Össur náði að hrifsa til sín 1. sætið af íhaldinu (man ekki lengur í hvoru kjördæminu það var í Rvk). Já, framtíðin er björt, sögðu kratarnir, við verðum stærsti flokkurinn 2007, sagði hver í kapp við annan.
En hvað gerðist? Það eina markverða sem gerðist var, að Samfylkingin skipti um formann og að Íslendingar tóku að hafa meiri áhuga á umhverfismálum.
Litlu flokkarnir detta út í Rvk. suður, sbr.
Kosn. 2003 | 10. apríl | |||
% | menn | % | menn | |
D-listi | 38 | 4 | 41 | 5 |
V-listi | 9 | 1 | 24 | 2 |
S-listi | 33 | 3 | 23 | 2 |
B-listi | 11 | 1 | 5 | 0 |
F-listi | 7 | 1 | 5 | 0 |
Í-listi | - | - | 4 | 0 |
VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Ýmislegt
- Allra Átta vefumsjónarkerfi Svo einfalt kerfi að allir geta unnið á það
- Internetráðgjöf Smá blogg um leitarvélabestun, internetráðgjöf og svoleiðis.
- Vefumsjónarkerfi - heimasíðugerð Um vefumsjónarkerfi og heimasíðugerð
- Internet Consultant SEO, Search Engine Optimization, Internet Consulant
- Ljósmyndun Hágæða ljósmyndun. Sérsniðnar myndir fyrir vefsíður
- Alstar Solid síða um sjávarútveg og fleira
- Astar Consultora Solid síða um sjávarútveg og fleira
- Arcamar Solid síða um sjávarútveg og fleira
Íþróttir
Ég er samt ekki í Þrótti
- Fram Okkar tími mun koma
- Arsenal Framtíðin er björt...nútíðin ekki
- Arsenal-klúbburinn á Íslandi Flottastur
- Taflfélag Reykjavíkur ÍSLANDSMEISTARARNIR
Aukabloggin mín
Blogg þar sem ég skrifa margar, margar setningar í hverja færslu!
-
Leitarvélabestun
Leitarvélabestun. Viltu að heimasíðan þín finnist á Google?
Leitarvélabestun (SEO) -
Holocaust
Helförin: ýmsir hliðarvaríantar
Holocaust -
The Nature of Islam
The Roots of Modern Islamism
The Nature of Islam -
Prófarkalestur og textavinnsla
Prófarkalestur, texta- og efnisvinnsla fyrir vefsíður
Prófarkalestur og textavinnsla -
Internet Consultant
SEO
Internet Consultant -
Leitarvélagreining
Um leitarvélabestun, SEO og svoleiðis
Internetráðgjöf -
Vefumsjónarkerfi
Þarft þú ekki á vefumsjónarkerfi að halda?
Vefumsjónarkerfi - heimasíðugerð
Færsluflokkar
- Af spjöldum sögunnar
- Athugasemdir
- Aulahúmor
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Grúsk
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Miðausturlönd
- Milton Berle
- Pepsi-deildin
- Saga
- Sjónvarp
- Skák
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 654679
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrés Magnússon
- Arnar Hólm Ármannsson
- Baldur
- Bergur Thorberg
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Sæmundsson
- Björn Kr. Bragason
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Edda Sveinsdóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Sigvaldason
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Femínistinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halla Rut
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimssýn
- Heiðrún Lind
- Helgi Viðar Hilmarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Skákfélagið Goðinn
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Haukur Már Helgason
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Axel Ólafsson
- Jóhann Helgason
- Jóhann S Kristbergsson
- Jón Agnar Ólason
- Jón Lárusson
- Jón Svavarsson
- Kallaðu mig Komment
- Karl Gauti Hjaltason
- Killer Joe
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján Jónsson
- Landsliðið
- Laufey B Waage
- Lýður Pálsson
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Pétur Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Sturluson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Freyr Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þórsson
- Steingrímur Ólafsson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórnmál
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Vefritid
- Vilberg Tryggvason
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- gudni.is
- jósep sigurðsson
- Árni Helgason
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Þorsteinn Hilmarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þórarinn Þórarinsson
- Linda
- Gísli Tryggvason
- Ægir Örn Sveinsson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Bókaútgáfan Hólar
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- fellatio
- Gladius
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Finnbogason
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Mál 214
- Mótmælum Durban II
- Ólafur fannberg
- Ólafur Jóhannsson
- Ónefnd
- Pétur Orri Gíslason
- Samtök Fullveldissinna
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Sindri Guðjónsson
- Sjálfstæðissinnar
- Steingrímur Helgason
- Sverrir Halldórsson
- Tómas Þráinsson
Athugasemdir
Hvernig er hægt að hugsa sér að kjósa flokk eins og Samfylkinguna sem hefur enga stefnu nema ganga í EB.
Ragnar G.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.4.2007 kl. 17:14
Já, ég hef verið að velta þessu fyrir mér líka. Ætli það sé ekki bara af vanafestu?
Snorri Bergz, 10.4.2007 kl. 17:17
Haha, mikið var Benni. Ég var farinn að óttast um þig!
En ég verð því miður að segja þér, að Samfó hefur enga ástæðu til að horfa bjartsýn fram á veginn.
Snorri Bergz, 10.4.2007 kl. 18:44
Æji, voðalega er leiðinlegt að lesa ómálefnaleg komment um minn ágæta flokk, Samfylkinguna og að eina stefnumál hans sé að ganga í ESB.
Mér sýnist þið vera menn töluvert eldri en ég sjálfur og ættuð þessvegna að vera með málefnalegar skoðanir á pólitík og ekki segja tóma þvælu útí loftið. Hafið þið kynnt ykkur stefnu Samfylkingarinnar í velferðarmálum, menntamálum og umhverfismálum? Sýnist ekki. Ég vona að menn kynni sér stefnu flokka áður en þeir byrja að tala um hana og gagnrýna hana, annars verður gagnrýnin heldur léleg og ómálefnaleg. Það mætti líkja þessu við að ég myndi segja að eina stefnumál Sjálfstæðisflokksins væri það að einkavæða sem flest ríkisrekin fyrirtæki. Auðvitað er það eitt af stefnumálunum, en ekki það eina. Eða hvað?
Og til að bæta einu við Snorri. Kannanir sýna að þeir sem kjósa Samfylkingu geri það útaf málefnum, það er Framsóknarflokkur sem fólk kýs útaf vanafestu. Þetta sýndi skoðanakönnun Gallup framá ekki alls fyrir löngu.
Ég vona að það verði málefnalegri umræður á þessari ágætu blogg-síðu næst þegar ég kíki við.
Bestu kveðjur,
Guðfinnur
Guðfinnur Sveinsson, 11.4.2007 kl. 04:38
Sæll Guðfinnur
Umræðan þarf ekki öll að vera málefnaleg, sbr. t.d. Borgarnesræðuna og fleiri slíkar. Stundum þarf að nálgast málið út frá öðrum forsendum. En rétt er, að margir hafa átt erfitt með að átta sig á stefnu Samfó. Ég tók mig nú reyndar til og las stefnu Samfó á netinu fyrir margt löngu.
Ég segi það sama og um kosningastefnu Framsóknar: jújú, fögur fyrirheit, en einhvern veginn treysti ég ekki Samfó til að fylgja henni eftir.
Persónulega held ég, að einmitt það sé vandamálið. Það er ekki nóg að hafa stefnu, jafnvel þó hún væri frambærileg (sem er umdeilanlegt í hvert skipti, sama hvaða flokkur á í hlut), þegar umræddur flokkur virðist ekki njóta trausts kjósenda. Og það sem verra er, formaðurinn telur þingflokkinn ekki njóta trausts, og þjóðin telur formanninn ekki traustvekjandi.
Vandamál Samfó er ekki stefnuleysi, þó því sé oft haldið fram, heldur flökt og rótleysi. Því fær fólk það á tilfinninguna, að Samfó sé ekki treystandi.
Og síðan, þegar formaðurinn er rúinn trausti (aðallega vegna eigin mistaka), hlýtur það að koma niður á flokknum.
Stærstu mistök núverandi stjórnar Samfó voru þau, að fara í persónulegan fæting við ráðamenn í öðrum flokkum. Hefði ISG t.d.sleppt Borgarnesræðunni og endurtekningum hennar, og umhverfisstefnuhringlinu, myndi ég veðja hausnum á mér um, að Samfó væri í fyrsta lagi með meira fylgi núna og myndi sitja í stjórn með D næsta kjörtímabil.
En aftur að því sem þú sagðir um, að það sé leiðinlegt að lesa ómálefnaleg komment um flokka. Já, því er ég sammála. En slíkur málflutningur hefur því miður verið mjög algengur hjá Samfó-mönnum hin síðustu ár, undir öruggri leiðsögn formannsins, sem nú er að uppskera eins og sáð var.
Snorri Bergz, 11.4.2007 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.