Kosningaloforð Framsóknar - fögur loforð, en...?

Jæja, loforðalisti Framsóknar kominn út. Sjáum til:

 

  • Áframhaldandi uppbygging samkeppnisfærs atvinnulífs og afkomuöryggi í öllum byggðum.

     

     

  • Atvinnuþróun nái til alls landsins og háskólanám verði eflt enn frekar.

     

     

  • Skattleysismörk verði 100 þúsund krónur og stimpilgjöld verði afnumin.

     

     

  • Lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat.

     

     

  • Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

     

     

  • Frítekjumark á atvinnutekjur lífeyrisþega verði hækkað og frítekjumark verði sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum.

     

     

  • Víðtæk sátt verði um þjóðareign á auðlindum og stofnaður auðlindasjóður þjóðarinnar.

     

     

  • Gerð verði verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl.

     

     

  • Dregið verði úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni.

     

     

  • Þjóðvegir frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir og unnið verði að jarðgangagerð á 2-3 stöðum samtímis næstu áratugi.

     

     

  • Fjármagn og mannafli lögreglu verði aukin.

     

     

  • Nú jafnréttislöggjöf verði sett sem afnemur skyldu starfsmanna til launaleyndar og jafnar stöðu karla og kvenna í nefndum og ráðum.

     

     

  • 12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélög.

     

     

  • Virðisaukaskattur á lyfjum og barnavörum lækki í 7%.

     

     

  • Ókeypis tannvernd verði til 18 ára aldurs.

     

     

  • Námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf.

Þetta eru fögur loforð og eiginlega er ég sammála þessu öllu í aðal atriðum. En eru þetta ekki meira og minna atriði, sem allir flokkarnir vilja í einni eða annarri mynd?

En hvað hafa Framsóknarmenn verið að gera í ríkisstjórn síðustu 12 árin? Því miður get ég trúað, að þeim verði ekki trúað!

 


mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Pálsson

Róm var nú ekki byggð upp á einum degi, trúi ég!

Lýður Pálsson, 10.4.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Snorri Bergz

Rétt. En ég efast um að þetta dugi til að bjarga Framsókn þetta skiptið.

Snorri Bergz, 10.4.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

ég er sammála þessum punktum mestmegnis, en framsókn er búið að hafa tólf ár...

Sveinn Arnarsson, 10.4.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband