Áfangi

imagesJæja, þetta var stutt og laggott. Það vissu allir skákmenn, að við Ingvar myndum semja jafntefli!

1. Við semjum jafnan jafntefli hvort sem er. Gagnkvæm virðing býst ég við.

2. Ég hefði aldrei farið að tefla til sigurs, þegar svona mikið var í húfi hjá félaganum

3. Ég er friðsamur að eðlisfari.

EN jæja, skemmtilegu móti er lokið og nýtt að hefjast, Reykjavik International.


mbl.is Náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta hefði verið fótboltaleikur og öðru liðinu hefði dugað jafntefli til að vinna titill en leikurinn skipti hitt liðið engu máli. Jájá, þá hefði allt orðið brjálað og stjórar hrópað á svik og mútur.

Hjörtur Kristjáns (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er hins vegar ekki liðakeppni, heldur einstaklingskeppni. Og engar milljónir punda í húfi. Þetta er því ósambærilegt.

Og í öðru lagi, þá hefðu allir orðið brjálaðir hefði ég teflt áfram. Íslendingar ná nú varla einum titiláfanga á ári og hefði ég orðið til að eyðileggja það, hefði ég ekki verið vinsælasti maðurinn í skákinni. Og svona mót eru haldin, einmitt til þess að gefa mönnum færi á að ná áföngum.

Og þar að auki hefur þetta verið langt mót og flestir orðnir þreyttir, enda sömdu t.d. allir keppendur í Gm flokki stutt! Menn voru hreinlega alveg búnir!

Snorri Bergz, 9.4.2007 kl. 16:35

3 identicon

Það er heimilt samkvæmt skákreglum að semja um jafntefli.

Það er líka leyfilegt að gefa skák og raunar heyrir það til undantekninga í skákum með löngum tíma að menn tefli fram í mátið.

Þessi samlíking við fótboltaleik er því út í hött.

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband