30 ára morðsaga

En hvað var drengurinn að brjótast inn þetta ungur?

Það var hér í fréttunum um daginn, að samþykkt hafi verið á hinu háa Alþingi að barnaperrismi fyrnist aldrei.

Hið sama ætti að eiga sér stað um morð. Morð eiga ekki að fyrnast.

En á hinn bóginn var þetta ágætt hjá kallinum, úr því sem komið var, að játa brot sitt. Betra er seint en aldrei.

En viðurstyggilegt var þetta og drengurinn tók vísast út refsingu sína, að þurfa að burðast með þetta leyndarmál í tæp 30 ár. En sú refsing var þó ekki fullnægjandi, miðað við hvað hann gerði.

En síðan er auðvitað allt annað mál að 13 ára drengur hefði vísast ekki verið dæmdur fyrir morð, heldur settur á barnahæli eða eitthvað svoleiðis. Þá væri hann löngu kominn út, forhertur og vísast fjandsamlegur umhverfi sínu.


mbl.is Játaði að hafa framið morð 13 ára gamall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi það, þeir eiga nú allaveganna að vera orðnir 15 ára þegar þeir fara að brjótast inn, það er allaveganna siður á mínu heimili

*k* 

axel (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband