Mánudagur, 2. apríl 2007
Ehud Olmert að gera í sig?
Jæja, nú er Ehud Olmert, fyrrum borgarstjóri Jerúsalem og núverandi settur forsætisráðherra Ísraels, enn einu sinni að gera í buxurnar. Mig minnir, að nýlega hafi hann mælst með um eða innan við 5% stuðning í embættið, sem hann erfði frá Ariel Sharon fyrir rúmlega ári, ef ég man rétt.
Ég hef aldrei fílað Olmert neitt sérstaklega sem forsætisráðherra. Hef reyndar séð hann einu sinni, að vísu bara nokkuð álengdar, en þá var ég í heimildasöfnun og skoðunarferð á skrifstofu borgarstjórans í Jerúsalem. Hann var þar á vappi. Hins vegar hitti ég einu sinni Teddy Kollek, sem hafði verið borgarstjóri Jerúsalem, fyrst vesturhlutans og síðan allrar Jerúsalem eftir 1967. Sá herramaður, sem er nýlega látinn, komst í fréttirnar nýlega þegar upp komst um, að hann, sem foringi í Haganah og stjórnunarráði Gyðinga (Jewish Agency) hafi laumað nöfnum Irgun-liða (hægri sinnaðra skæruliða úr þeim hópi, sem síðar stofnaði Likud (undir forystu Men. Begins)) í hendur Breta, sem síðan gengu á lagið og handtóku þá. Haganah og Irgun átti þá í deilum, eins og oft áður.
En þessir borgarstjórar tveir eru nokkuð ólíkir. Kollek var ljúfmenni, Olmert dálítið viðskotaillur. Jafnframt var Kollek miklu meiri karakter. Hefðu þeir báðir verið í framboði, og ég haft kosningarétt, hefði ég kosið Kollek.
En jæja, Olmert komst bakdyramegin í stól forsætisráðherra og mun ekki halda honum fram yfir næstu forsætisráðherrakosnngar. Hann er rúinn trausti, jafnvel í eigin flokki.
Hann hefur átt hvert axarskaftið á fætur öðru og fer langt með að slá met Ingibjargar Sólrúnar í þeim efnum. Enda er Kadima flokkurinn að hrynja í fylgi og Bibi Nethanyahu með sinn Likud flokk að verða stærstur, ef marka má skoðanakannanir. Bibi er reyndar meira umdeildur,en nokkuð skemmtilegur fýr. Ég hitti hann einu sinni líka, óvart reyndar. Ég myndi kjósa Bibi, hefði ég tækifæri til, ekki endilega vegna stefnumála hans, heldur vegna þess, að hann er einfaldlega sterkari persóuleiki en t.d. Olmert og Barak og þeir hinir, sem koma til greina í forsætisráðherraembættið.
Ég bjó einu sinni í Jerúsalem, í Arlazorov stræti, í íbúð sem Golda Meir hafði einu sinni átt. Gamla konan á neðri hæðinni í húsinu við hliðina sagði margar sögur af Goldu, meðan hún bjó þarna. Nixon hafði m.a. komið í eldhúsið hjá Goldu....eldhúsið mitt! Úff, ekki að furða þó mig hafi langað til að ráðast inn í Víetnam þegar ég var að elda.
En nokkur hundruð metrum frá húsinu var embættisbústaður forsætisráðherra Ísraels...nokkur hundruð metrum í hina áttina var forsetabústaðurinn. Þetta var skemmtilegur tími í skemmtilegri borg.
En gaman þótti mér að sjá heimsóknir á þessa tvo staði. Þá voru götur afgirtar, mikil öryggisgæsla og síðan streymdu fánum skreyttir bílar að. En þetta var í þá gamla daga, meðan ég enn hafði hár.
Ummæli Olmerts um hugsanlegar friðarviðræður harðlega gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áttu skyldmenni þarna?
Björn Heiðdal, 2.4.2007 kl. 20:46
Nei. Var í námi við Hebrew University of Jerusalem.
Snorri Bergz, 2.4.2007 kl. 22:34
Afhverju eru gyðingar gyðingum verstir?
Björn Heiðdal, 3.4.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.