Þriðjudagur, 20. mars 2007
Þegar ég var handtekinn í stríðinu gegn hryðjuverkum: Yfirlit
Það barst í tal í gær, hér á blogginu, að ég hefði fyrir nokkrum árum verið handtekinn í stríðinu gegn hryðjuverk, grunaður um að vera terroristi. Sá grunur kom til af misskilningi starfsmanns Flugleiða, manni sem fór með rangar sakargiftir og hafði rangt eftir mér. Afleiðingin var frekar ónotaleg af minni hálfu.
Ég hef í dag rakið þessa sögu að nokkru leyti, og komið hluta hennar á framfæri í þremur hlutum. Mér datt í hug, fyrir þá sem hafa misst af þessu, að renna yfir þetta í aðalatriðum.
1. hluti: Nokkrir punktar:
Ég var nú handtekinn, rifinn úr skónum og handjárnaður fyrir aftan bak. Ég var síðan færður, með svollu offorsi út í löggubíl fyrir utan völlinn (og þurfti að ganga þangað á sokkunum). Mér verkjaði í vinstri öxlina, þar sem ég hafði meiðst forðum, en flugvallarlöggan tók ekki í mál að færa handjárnin framfyrir. "Handtaka er ekki lautarferð drengur. Þér á ekki að líða vel!".
Hananú! Ég var semsagt handtekinn fyrir eitthvað, sem ég sagði aldrei. En það var aðeins byrjunin.
2. hluti: Nokkrir punktar:
Fangaklefinn var c.a. 6 fermetrar. Yfir miðju gólfinu var hálfur-veggur, og að baki hans klósett, án setu. Ekkert handklæði, enginn salernispappír.
Til hliðar var blikkrúm, engin dýna, engar ábreiður. Ekkert.
Ekkert annað var þarna inni. Og enginn gluggi til að glápa út um.
Maður var semsagt kominn í fangelsi á Flintstone tímanum, áður en menn fundu upp dýnu, salernispappír og handklæði.
3. hluti: Nokkrir punktar:
Þar sem ég lá á blikkinu hugsaði ég aðeins um eitt. FBI maðurinn hafði sagt mér, að ég yrði næst leiddur fyrir æðra yfirvald og sennilega dæmdur til 20-30 ára fangelsisvistar, auk 2-3 milljóna dollara sektar. Ef ég myndi játa allt gæti ég átt von á linkind. Þrátt fyrir þessar hótanir vissi ég ekki hvað ég ætti að játa á mig. Mitt í þessum hugleiðingum datt ég út af. Batteríin voru búin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.